Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Golfæði runnið á Íslendinga

„Það vilja bókstaflega allir komast út. Páskarnir eru nánast uppseldir hjá okkur og vorið einnig orðið þétt. Við erum þegar farin að huga að haustferðunum. Ég hugsa að hver einasti Íslendingur sem getur haldið á kylfu fljúgi út á þessu ári,“ segir Einar Viðar Gunnlaugsson, golfstjóri hjá Úrval Útsýn en frostbitnir Íslendingar festa sér nú golfferðir til sólarlanda í unnvörpum.

Samstarf
Fréttamynd

Magnús Guðmundsson er látinn

Magnús Guðmundsson er látinn, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Hann lést á heimili sínu í Montana í Bandaríkjunum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Guðrún Brá og Haraldur Franklín kylfingar ársins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Haraldur Franklín Magnús voru valin kylfingar ársins af Golfsambandi Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Guðrún Brá fær þessa viðurkenningu og í þriðja sinn sem Haraldur fær hana.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods útilokar alvöru endurkomu

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods viðurkennir í nýju viðtali að það séu litlar sem engar líkur á því að hann keppi aftur af fullum krafti á atvinnumótaröðinni í golfi.'

Golf
Fréttamynd

Stullarnir sverja af sér svindl við bókun í Golfbox

Golfhópurinn Stullarnir, sem í eru margir landsþekktir einstaklingar svo sem Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður, Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og Hreggviður Jónsson forstjóri, eru sakaðir um svindl við bókun rástíma. Allt logar stafna á milli í golfhreyfingunni vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Tiger Woods farinn að slá á nýjan leik

Það var örugglega eitt myndband um helgina sem gladdi golfáhugamenn líklega meira en nokkuð annað. Einn sá allra besti í sögunni ætlar sér enn að komast til baka inn á golfvöllinn og sendi frá sér skýr skilaboð um það.

Golf
Fréttamynd

Hulda tilbúin að taka við keflinu af Hauki

Hulda Bjarnadóttir, kylfingur og starfsmaður hjá Marel, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Golfsambands Íslands. Haukur Örn Birgisson hefur tilkynnt að hann ætli að láta staðar numið sem forseta.

Sport