Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Nær Koepka að vinna US Open þriðja árið í röð?

Bandaríska meistaramótið, US Open, hefst í dag en þetta er eitt af fjórum risamótum ársins. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er líklegur til afreka enda búinn að vinna tvö ár í röð og er þess utan efstur á heimslistanum.

Golf
Fréttamynd

Haney segir Tiger til syndanna

Golfþjálfarinn umdeildi Hank Haney heldur áfram að koma sér í fjölmiðla og nú fyrir að svara gagnrýni frá sínum gamla lærisveini, Tiger Woods.

Golf
Fréttamynd

Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn

Forseti Golfsambands Íslands ver þá ákvörðun að halda mót styrkt af Ölgerðinni undir merkjum Egils Gull. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum gagnrýndu GSÍ harðlega. Farið að lögum og reglum, segir forsetinn.

Innlent
Fréttamynd

Ólafía mjög líklega úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag annan hringinn á Opna bandaríska mótinu í golfi á 5 höggum yfir pari. Eftir tvo hringi í mótinu er hún að öllum líkindum úr leik en hún er þessa stundina þremur höggum frá niðurskurðarlínunni.

Golf
Fréttamynd

Woods getur jafnað met með sigri

Tiger Woods ætlar sér að jafna met Sam Snead um helgina þegar hann tekur þátt á The Memorial mótinu sem er hluti af PGA mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Ólafía snýr aftur á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á LPGA mótaröðinni þetta tímabilið. Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Evrópumótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Nýtur sín best í sviðsljósinu

Brooks Koepka varði PGA-meistaratitilinn um helgina sem þýðir að hann hefur unnið fjögur af síðustu átta risamótum í golfi sem hann hefur tekið þátt í. Hann komst í flokk með Tiger Woods um helgina.

Golf