

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Ísland í krefjandi riðli á EM 2024 í Þýskalandi
Dregið var í riðla fyrir Evrópumótið í handbolta 2024 í Dusseldorf í Þýskalandi í dag. Lentu Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi.

Viðbrögð Gunnars eftir súra upplifun séu aðdáunarverð: „Takk Gunnar“
Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson þakkar Gunnar Magnússyni, þjálfara karlaliðs Aftureldingar í handbolta fyrir yfirvegaða og sanngjarna gagnrýni hans á störf dómara í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla á dögunum.

„Menn langar að svara fyrir þetta“
„Við vitum alveg hvaða þýðingu þessi leikur hefur. Við erum klárir með gott leikplan og getum bara hugsað um einn leik í einu. Við verðum klárir þegar það verður flautað til leiks í kvöld,“ segir Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH en leiktíðinni gæti mögulega lokið hjá liðinu í kvöld.

ÍBV getur komist í úrslitaeinvígi tvö kvöld í röð
Eyjakonur tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í gærkvöldi og Eyjakarlarnir geta leikið það eftir í kvöld.

Teddi og Þorgerður Katrín þjáningarsystkini: Yrði eitt af kraftaverkum Jesú
Útlitið er ekki allt of gott fyrir FH-inga í undanúrslitaeinvígi þeirra á móti ÍBV en þeir spila upp á líf eða dauða í kvöld.

Guðmundur fullviss um að ákvörðun sín hafi verið sú rétta í stöðunni
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Federicia sem spilar í efstu deild Danmerkur í handbolta, segist fullviss um að ákvörðun sín að taka ekki leikhlé á lokaandartökum mikilvægs leiks gegn GOG á dögunum, hafi verið sú rétta í stöðunni.

Fóru yfir lokasókn Aftureldingar: „Þetta er náttúrulega skandall“
Arnar Daði Arnarsson og Ásgeir Jónsson fóru yfir aðra umferð undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins. Eins og gefur að skilja var lokakaflinn í leik Hauka og Aftureldingar til umræðu.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-23 | Eyjakonur í úrslit eftir sigur í framlengdum oddaleik
ÍBV er á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna eftir nauman fjögurra marka sigur gegn Haukum í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur 27-23 eftir framlengdan leik, en ÍBV mætir Val í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

Tandri framlengir en Arnór hættir
Tandri Már Konráðsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna en markvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson hefur lagt skóna á hilluna.

Fimmtán íslensk mörk dugðu ekki til
Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í norska deildarmeistaraliðinu Kolstad máttu þola súrt eins marks tap er liðið heimsótti Runar í öðrum leik liðanna í undanúrslitum um Noregsmeistaratitilinn í dag, 37-36.

Pep segir að það yrðu risastór mistök að ætla að leita hefnda á móti Real
Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en liðið hefur sjaldan átt betri möguleika en á þessari leiktíð.

Geta bæði endað átján ára bið í hreinum úrslitaleik í Eyjum
ÍBV og Haukar spila í dag úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta og fer leikurinn fram úti í Vestmannaeyjum.

Sýnikennsla Stefáns: „Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér“
Arnar Daði Arnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson brydduðu upp á nýjung í íslensku sjónvarpi í gærkvöld eftir sigur Hauka á Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta.

Hrifist mjög af liðinu sem hann ætlar að slá út í kvöld: „Stórt hrós á Díönu“
„Þetta er bara úrslitaleikur. Fyrir annað liðið þá er ekkert á morgun. Það er allt undir og mikil spenna í okkur,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fyrir oddaleikinn í kynngimögnuðu einvígi liðsins við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta.

Gunni Magg er hann sá brotið í beinni: „Guð minn almáttugur“
Staðan er 1-1 í einvígi Aftureldingar og Hauka eftir mjög umdeildan endi á öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta.

Vill fá að mæta pabba sínum í Olís deildinni næsta vetur
Handboltafeðgarnir Andri Berg Haraldsson og Jóhannes Berg Andrason standa í stórræðum þessa dagana í úrslitakeppnum handboltans.

„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist í lokin“
Haukar unnu ótrúlegan sigur gegn Aftureldingu 29-28. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, leikmaður Hauka skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var í skýjunum með þennan sigur.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin
Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð.

Hildur Lilja til liðs við nýliða Aftureldingar
Hildur Lilja Jónsdóttir hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Aftureldingar en liðið mun spila í Olís deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Frá þessu greindi Afturelding á samfélagsmiðlum sínum.

Haukarnir verða passa sig þegar þeir skora fimmtánda markið sitt í kvöld
Haukar taka á móti Aftureldingu í kvöld í undanúrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Afturelding er 1-0 yfir í einvíginu og Haukarnir þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir ekki að eiga á hættu að vera sendir í sumarfrí í leik þrjú.

FH-ingum enn neituð innganga í Eyjaklúbbinn
Aðeins fjórum félögum hefur tekist að vinna ÍBV í úrslitakeppni úti í Vestmannaeyjum. Það leit út fyrir að það myndi fjölga í hópnum í gær en ótrúleg endurkoma heimamanna breytti því.

Segir að Guðmundur fái þá til að trúa því að þeir geti unnið alla
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia stigu stórt skref í átt að undanúrslitum um danska meistaratitilinn með því að ná jafntefli á móti GOG.

Sigursteinn: Viðbjóðslega svekkjandi
Sigursteinn Arndal var eðlilega mjög svekktur eftir ótrúlegt tap í öðrum leik liðanna en FH voru betri aðilinn meginhluta leiksins.

Umfjöllun, viðtal og myndbönd: ÍBV - FH 31-29 | ÍBV komið í 2-0 eftir ótrúlega endurkomu
ÍBV er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik. Lokatölur 31-29 eftir framlengingu en ÍBV vann upp átta marka forskot FH í síðari hálfleik venjulegs leiktíma.

Selfoss knúði fram oddaleik
Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er 2-2 og því oddaleikur framundan á Selfossi á miðvikudag.

Íslendingar í eldlínunni í Danmörku
Einar Þorsteinn Ólafsson og Daníel Freyr Andrésson voru í eldlínunni með sínum liðum í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Gríðarleg spenna í Þýskalandi: Gísli Þorgeir með 4 mörk í sigri
Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Gísli Þorgeir Kristjánsson, skoraði fjögur mörk í sigri Magdeburg á Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn er mikilvægur fyrir Magdeburg sem reynir að skáka Kiel á toppi deildarinnar.

Víkingar tryggðu sig upp í Olís deildina með mögnuðum sigri
Víkingur Reykjavík mun spila í Olís deild karla á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir spennuþrunginn eins marks sigur liðsins, 23-22, í oddaleik gegn Fjölni í umspili liðanna um laust sæti í deildinni.

Veikur Teitur kom ekkert við sögu í tapi Flensburg
Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Teitur Örn Einarsson, kom ekkert við sögu í tapi Flensburg gegn Fusche Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Endaði tilfinningalega tómur og ætlar sér að skemma partýið
Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta, segist hafa verið tilfinningalega tómur eftir síðasta leik liðsins í hörðu einvígi gegn Víkingi Reykjavík á dögunum. Fram undan er stærsti leikurinn á hans þjálfaraferli til þessa.