

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Stórskyttan Rúnar Kárason flytur frá Vestmannaeyjum á fasta landið eftir þetta tímabil. Þetta herma heimildir Arnars Daða Arnarssonar.
Sænska goðsögnin Kim Andersson mætir á parketið á Hlíðarenda er Valur mætir Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Ungir leikmenn Valsliðsins eru spenntir fyrir tækifærinu að mæla sig við þann sænska.
Magnús Vignir Pétursson, kaupmaður og milliríkjadómari í bæði handbolta og knattspyrnu, lést föstudaginn 9. desember 89 ára gamall.
Stolið jólatré, brotnar rúður og fiskabúr og sænskur embættismaður í hefndarhug urðu til þess að Víkingi var vísað úr leik í Evrópukeppni bikarhafa.
Í tilefni jólanna skelltu Feðgar á ferð, þeir Guðjón Guðmundsson og Andri Már Eggertsson sér til rakara. Og sá var ekki af verri endanum; Agnar Smári Jónsson, stórskytta Vals. Nýjasta ævintýri þeirra „Feðga á ferð“ var sýnt í jólaþætti Seinni bylgjunnar í gær.
Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís deild karla, var ekki í jólaskapi í jólaþætti Seinni bylgjunnar er hann ræddi stöðu mála hjá KA/Þór í Olís deild kvenna. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2021 ásamt því að verða bikarmeistari sama ár en er nú í fallbaráttu.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að einhverju leyti sáttur með stigið sem hans menn fengu í kvöld. Liðið atti þar kappi við FH í hálfleikaskiptum leik sem endaði 29-29.
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var skiljanlega svekktur eftir tap liðsins gegn Gróttu í Olís deild karla. Leikurinn stál í stál allt þangað til undir lokin þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og vann í kjölfarið þriggja marka sigur í Breiðholti, 25-28.
Í kvöld mættust nágrannaliðin Stjarnan og FH í TM höllinni í Garðabæ í síðasta leik beggja liða í Olís-deildinni árið 2022. Var leikurinn spennandi í síðari hálfleik og endaði með sanngjörnu jafntefli að lokum, l29-29 í TM höllinni.
ÍR hefði með sigri í kvöld hleypt miklu lífi í botnbaráttu Olís deildar karla í handbolta en Grótta reyndist sterkari á lokakaflanum og vann þriggja marka sigur, lokatölur 25-28. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.
Handboltaþjálfarinn Bjarni Fritzson segir að sýn hans á störf dómara í handbolta hafi algjörlega breyst eftir að hann starfaði sem sérfræðingur í sjónvarpi.
Stefan Kretzschmar, fyrrverandi leikmaður Magdeburg og þýska handboltalandsliðsins, sparaði ekki hrósið í garð íslensku landsliðsmannanna hjá Magdeburg eftir sigurinn á Füchse Berlin, 31-32, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta.
Eftir 82 sigurleiki í röð í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta er sigurgöngu Lomza Kielce á enda. Kielce mátti þola tveggja marka tap er liðið heimsótti Wisla Plock fyrr í kvöld, lokatölur 29-27.
Landsliðskonan Lovísa Thompson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Tertnes. Lovísa er samningsbunin Val, en verður á láni hjá norska félaginu út tímabilið.
ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir sjö marka tap gegn Dukla Prag í kvöld, 32-25. Eyjamenn unnu fyrri leik liðanna með einu marki og töpuðu því einvíginu samtals með sex marka mun.
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Álaborg er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-24. Með sigrinum komu Aron og félagar sér á topp deildarinnar.
Íslensku landsliðsmennirnir í handbolta voru áberandi þegar fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson var þar fremstur meðal jafningja þegar hann skoraði tíu mörk fyrir Magdeburg í eins marks sigri gegn toppliði Füchse Berlin, 31-32.
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans.
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum.
Valur vann þriggja marka sigur ytra á spænska liðinu Elche í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 18-21. Það dugði þó ekki til þar sem Valur tapaði fyrri leik liðanna með fimm marka mun.
Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém, átti stórleik er Veszprém vann 14 marka sigur á Budakalász í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 42-28.
Selfoss vann Fram 32-30 í síðasta deildarleik ársins. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var afar ánægður með sigurinn í viðtali eftir leik.
Selfoss vann tveggja marka sigur á Fram 32-30. Selfoss byrjaði seinni hálfleik betur og á lokamínútunum skellti Vilius Rasimas, markmaður Selfyssinga, í lás. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
ÍBV vann 11 marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 31-20. Þá vann KA/Þór góðan sigur á Stjörnunni, lokatölur 21-18.
Haukar fóru með sigur af hólmi, 28-29, þegar liðið atti kappi við KA-menn í Olís deild karla í handbolta í KA-heimilinu á Akureyri í dag.
Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36.
Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna, gat leyft sér að fagna eftir mikilvægan þriggja marka sigur liðsins á Selfossi í dag. Haukakonur hafa nú unnið þrjá af seinustu fjórum deildarleikjum sínum og hafa náð að slíta sig frá fallsvæðinu fyrir jólafríið.
ÍBV vann nauman eins marks sigur á Dukla Prag í fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Lokatölur í Prag 34-33 þar sem sigurmarkið kom í síðustu sókn leiksins. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun, einnig ytra.