Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi

Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“

Handbolti
Fréttamynd

Þorgeir Bjarki snýr aftur á Nesið

Handboltamaðurinn Þorgeir Bjarki Davíðsson, leikmaður Vals, mun leika með Gróttu frá og með næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning til tveggja ára við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi markahæstur í jafntefli | Viktor Gísli lokaði búrinu

Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins er Magdeburg og Sporting skildu jöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 29-29. Þá átti Viktor Gísli Hallgrímsson frábæran leik í marki GOG er liðið vann tveggja marka sigur gegn Bidasoa Irun.

Handbolti
Fréttamynd

Rakel Dögg semur við Fram

Rakel Dögg Bragadóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Hún verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram frá og með næsta tímabili.

Handbolti