Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Nældi sér í Covid-19 á EM

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fylgdi í fótspor fjölmargra landsliðsmanna í handbolta og nældi sér í Covid-19 er hann skellti sér á EM í handbolta í Ungverjalandi.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta tap Frakka í sögu EM

Sigur Íslands á Frakklandi á EM í handbolta er ekki bara sögulegur séð frá hlið Íslenska liðsins heldur líka séð frá frönsku sjónarhorni.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor: Elliði sagði mér að vera reiður

„Það er alla vega langur tími þar til ég gleymi þessari stund. Þetta var sturlað,“ sagði hinn 21 árs gamli Viktor Gísli Hallgrímsson eftir heimsklassaframmistöðu í ótrúlegum sigri Íslands á Ólympíumeisturum Frakklands á EM.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi: Vorum alvöru lið í kvöld

Ómar Ingi Magnússon var stórkostlegur í leiknum í kvöld og skoraði tíu mörk. Hann var alger lykilmaður í að smíða forystuna í fyrri hálfleik. Hann mæti í viðtal eftir leikinn en varaði við því að fljúga of hátt.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó: Vörnin var ótrúleg

Viggó Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, var í miklu stuði eftir sigurinn magnaða gegn Frökkum á evrópumótinu rétt í þessu.

Handbolti
Fréttamynd

Hollendingar sóttu fyrstu stigin í fjarveru Erlings

Hollendingar sóttu sín fyrstu stig í milliriðli I á EM í handbolta er liðið vann fjögurra marka sigur gegn Svartfjallalandi, 34-30. Erlingur Richardsson, þjálfari liðsins, var ekki á hliðarlínunni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna fyrr í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Mér finnst vera smit út um allt

„Stemningin er góð þrátt fyrir allt og við bara höldum áfram,“ sagði grímuklæddur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en í ljósi stöðunnar eru eðlilega ekki teknar neinar áhættur.

Handbolti