

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Íslensk afrekskona og lykilmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár vann ekki aðeins afrek inn á vellinum heldur sýndi einnig mikinn styrk og þrautseigju utan hans.
Íslenska sautján ára landslið kvenna í handbolta var í miklu stuði í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Svartfjallalandi.
Danska handboltafélagið Viborg er í vandræðum með einn besta leikmann kvennaliðsins vegna óvinsælda hennar meðal annarra leikmanna liðsins.
Darri Aronsson vonast til að komast aftur á handboltavöllinn í haust eftir þrjú ár í atvinnumennsku þar sem hann spilaði ekki neitt. Ítrekuð læknamistök héldu honum utan vallar allan hans tíma í Frakklandi.
Íslensku U17 landsliðin í handbolta koma heim af Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu, hlaðin verðlaunum en drengjalandsliðið tryggði sér gullverðlaunin og stúlknalandsliðið brons í dag.
Þýska handboltafélagið HB Ludwigsburg hefur lýst sig gjaldþrota og verður annað stóra kvennahandboltaliðið sem lendir í slíkum hremmingum á árinu 2025.
Íslenska sautján ára landsliðið í handbolta tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum.
Handknattleikskappinn Tjörvi Týr Gíslason er búinn að finna sér nýtt félag í Þýskalandi.
Andri Már Rúnarsson ákváð að fara frá Leipzig þegar faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, var rekinn. Hann samdi við Erlangen, er spenntur fyrir því að endurnýja kynnin við Viggó Kristjánsson og ekkert stressaður fyrir því að spila fyrir annan þjálfara en föður sinn.
Íslenska nítján ára landslið kvenna í handbolta tryggði sér fimmtánda sætið á Evrópumóti U19 í Svartfjallalandi með sannfærandi sigri í síðasta leiknum sínum.
Íslenska nítján ára landslið kvenna í handbolta missti af tækifærinu til að spila um níunda sætið á Evrópumóti U19 eftir fimm marka tap á móti Serbíu í dag.
Landsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins HC Erlangen en félagið hefur staðfest komu íslenska leikstjórnandans á miðlum sínum.
Handboltamarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hefur gengið frá samningi við AEK í Aþenu, höfuðborg Grikklands og kveður þar með Frakkland eftir fimm ára veru þar í landi.
Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta féll í dag út úr sextán liða úrslitum A-deildar Evrópumótsins eftir 43 stiga tap á móti Ítölum, 101-58. Keppnin fer fram í Heraklion á Krít.
Íslenska handboltagoðsögnin Aron Pálmarsson setti handboltaskóna upp á hillu í vor en hann á eftir að spila einn leik á ferlinum.
Íslenska nítján ára landsliðið í handbolta spilar um þrettánda til sextánda sæti á Evrópumóti U19 en það var ljóst eftir stórsigur á Norður Makedóníu í Svartfjallalandi í dag.
Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við.
Íslands- og Evrópumeistarar Vals í kvennaflokki fengu að vita það í morgun hvaða lið bíða þeirra í fyrstu tveimur umferðum undankeppni Evrópudeildarinnar.
Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir mun ekki leika með íslenska handboltalandsliðinu á komandi heimsmeistaramóti sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember en hún á von á barni.
Handknattleiksdeild KA hefur samið við georgíska landsliðsmanninn Giorgi Dikhaminjia um að leika með liðinu í vetur. Giorgi, sem er 28 ára gamall og 188 cm á hæð, leikur oftast sem hægri skytta en getur einnig leyst af í horninu.
Íslandsmeistarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram til fjölda ára og landsliðsmaður Finnlands, hefur samið við Sandefjord, nýliða í norsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Það var örugglega mjög gaman í kveðjupartýi landsliðsþjálfarans Þóris Hergeirssonar og fráfarandi formanns Kåre Geir Lio. Báðir voru að kveðja eftir langan tíma við stjórnvölinn en veisluhöldin kostuðu líka sitt.
Danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel átti ótrúlegt tímabil með Füchse Berlin og danska landsliðinu.
Danskt handboltafélag hefur gengið mun lengra en áður þegar kemur að réttindum leikmanna í kringum fæðingu barna þeirra.
Króatíski markvörðurinn Filip Ivić var ekki lengi í herbúðum serbneska handboltafélagsins RK Vojvodina.
Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina.
Kærunefnd norska lyfjaeftirlitsins hefur sent mál handboltamanns til dómnefndar norska íþróttasambandsins.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hafnaði tilboði frá egypska félaginu Zamalek um að gerast þjálfari þess, og það ítrekað. Hann segist opinn fyrir því að þjálfa félagslið samhliða starfi sínu hjá HSÍ.
Teitur Örn Einarsson, landsliðsmaður í handbolta, giftist Sunnu Eyjólfsdóttur, starfsmanni Icelandair, í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal á sunnudag.