Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“

Þórir Her­geirs­son, lands­liðs­þjálfari hins sigur­sæla norska kvenna­lands­liðs í hand­bolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópu­mót. Greint er frá starfs­lokum Þóris með góðum fyrir­vera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Ís­lendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leik­menn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur.

Handbolti
Fréttamynd

„Alltaf gaman að spila í KA heimilinu”

Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur gekk frá læri­sveinum Guð­mundar

Haukur Þrastarson var allt í öllu þegar Dinamo Búkarest pakkaði Fredericia saman í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá hafði Janus Daði Smárason betur gegn Ómari Inga Magnússyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Handbolti
Fréttamynd

Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla

Sporting frá Portúgal lagði Wisla Plock frá Póllandi í 1. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Orri Freyr Þorkelsson spilar með Sporting á meðan markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson gekk í raðir Wisla í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Líður eins og hún geti sagt Þóri allt

Norska handboltakonan Camilla Herrem þekkir það betur en flestir að spila undir stjórn Þóris Hergeirssonar með norska handboltalandsliðinu og hún hrósar íslenska þjálfaranum mikið.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku

Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Íslendingaliði Leipzig byrjar þýsku úrvalsdeild karla í handbolta á frábærum níu marka sigri á Stuttgart, lokatölur 33-24. Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson áttu báðir góðan leik í liði Leipzig.

Handbolti
Fréttamynd

Ekið í veg fyrir rútu Eyja­kvenna

Leikmenn kvennaliða ÍBV í handbolta og fótbolta sluppu vel þegar rúta þeirra lenti í árekstri á leið heim úr Reykjavík í dag. Einn leikmaður var þó sendur á sjúkrahús til skoðunar.

Sport
Fréttamynd

Nær dauða en lífi á bráða­mót­tökunni

„Mér finnst mikilvægt að deila þessu svo fólk sjái í alvöru hvernig staðan er á heilbrigðiskerfinu okkar“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona. Hún gagnrýnir harðlega þær aðstæður sem blöstu við þegar hún leitaði ásamt dóttur sinni á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Arnór hafði betur gegn Guð­mundi

Holstebro, lið Arnórs Atlasonar, hafði betur gegn Fredericia, liði Guðmundar Þ. Guðmundssonar, í 1. umferð dönsku úrvalsdeild karla í handbolta. Þá byrjar Bjarki Már Elísson tímabilið af krafti í Ungverjalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Sig­valdi og Nótt nefndu drenginn

Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, og Nótt Jónsdóttir fyrrverandi knattspyrnukona eignuðust dreng 29. ágúst síðastliðinn. 

Lífið