
Fimm íslensk mörk er Magdeburg fór áfram í þýsku bikarkeppninni
Íslendingaliðið Magdeburg heimsótti Tus N-Lübbecke í þýsku bikarkeppninni í handbolta í dag. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir gestina og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt er liðið vann góðan sjö marka sigur, 30-23.