Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach eru snúnir aftur á sigurbraut. Lærisveinar Rúnars Sigtryggsonar í Leipzig þurftu hins vegar að sætta sig við svekkjandi tap í þrettándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Handbolti 8. desember 2024 17:39
Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Melsungen endurheimti efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með 29-27 sigri á útivelli gegn Wetzlar í 13. umferð. Handbolti 7. desember 2024 20:01
Guðmundur skákaði Arnóri Eftir tvö töp í röð vann Fredericia sigur á Team Tvis Holstebro, 31-24, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Í leiknum áttust lið íslensku þjálfaranna Guðmundar Guðmundssonar og Arnórs Atlasonar við. Handbolti 7. desember 2024 15:52
Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Haukar og Stjarnan unnu örugga sigra á KA og ÍBV þegar 13. umferð Olís deildar karla í handbolta lauk í kvöld. Handbolti 6. desember 2024 19:42
Slæmt tap Svía Svíar töpuðu fyrir Rúmenum, 23-25, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta kvenna. Fyrir vikið minnkuðu möguleikar Svíþjóðar á að komast í undanúrslit mótsins. Handbolti 6. desember 2024 17:32
Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Orlane Kanor skoraði skemmtilegt mark fyrir Frakka á móti Rúmeníu í milliriðli Evrópumóts kvenna í handbolta í gær. Handbolti 6. desember 2024 14:32
Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Haukar eru komnir í 16-liða úrslit EHF-keppninnar í handbolta og í dag kom í ljós að næsti andstæðingur þeirra verður slóvenska liðið RK Jeruzalem Ormoz. Handbolti 6. desember 2024 14:02
Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Eftir að hafa fengið afar lítið að spila hjá Rhein-Neckar Löwen er Arnór Snær Óskarsson kominn í stórt hlutverk hjá Kolstad. Það var að hrökkva eða stökkva þegar norsku meistararnir vildu fá hann strax til sín. Arnór flutti inn á bróður sinn og samherja, Benedikt Gunnar, en þeir eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð í Þrándheimi. Handbolti 6. desember 2024 10:00
Árni Indriðason er látinn Árni Indriðason, menntaskólakennari og sagnfræðingur, er látinn, 74 ára að aldri. Innlent 6. desember 2024 08:56
Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með, tapaði naumlega fyrir Füchse Berlin, 33-32, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Handbolti 5. desember 2024 22:42
„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld. Handbolti 5. desember 2024 22:00
Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Noregur hefur unnið alla fjóra leiki sína á Evrópumóti kvenna í handbolta. Í kvöld sigruðu Norðmenn Dani, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 2. Handbolti 5. desember 2024 21:57
Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Grótta og ÍR gerðu jafntefli, 29-29, í hörkuleik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH og Fram unnu hins vegar örugga sigra á HK og Fjölni. Handbolti 5. desember 2024 21:36
Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding sigraði Val með fjórum mörkum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik.Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks og voru hornamenn liðanna atkvæðamiklir í upphafi leiks. Liðin skiptust á að skora og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks. Handbolti 5. desember 2024 21:05
Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Nokkrir Íslendingar komu við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 5. desember 2024 20:05
Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Dinamo Búkarest, lið Hauks Þrastarsonar, tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 33-40, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap rúmenska liðsins í Meistaradeildinni í röð. Handbolti 5. desember 2024 19:42
Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Frakkland þurfti að hafa talsvert fyrir því að vinna Rúmeníu í milliriðli 1 á EM í handbolta kvenna. Lokatölur 30-25, Frökkum í vil. Þá unnu Hollendingar Slóvena, 26-22. Handbolti 5. desember 2024 18:59
Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag. Handbolti 5. desember 2024 16:09
Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Stjarnan hefur kært framkvæmd leiks liðsins við HK, í Olís-deild karla í handbolta, eftir að dómarar nýttu síma til þess að skera úr um atvik í lok leiksins. Handbolti 5. desember 2024 11:02
Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson segir að gjörbreyta þurfi landslagi íslenska kvennalandsliðsins hér heima fyrir svo að liðið nái að taka næstu skref á alþjóðlegum vettvangi. Handbolti 5. desember 2024 08:32
Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Fátt gengur upp hjá Magdeburg í Meistaradeild Evrópu en í kvöld tapaði liðið fyrir Nantes, 29-28, á útivelli. Handbolti 4. desember 2024 21:55
Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Landsliðsmaðurinn í handbolta, Óðinn Þór Ríkharðsson, átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen gerði jafntefli við Kriens-Luzern, 34-34, í toppslag í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld. Handbolti 4. desember 2024 20:37
Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Sigurganga Veszprém í Meistaradeild Evrópu í handbolta hélt áfram í kvöld þegar liðið lagði Fredericia, sem Guðmundur Guðmundsson stýrir, örugglega að velli, 31-40. Handbolti 4. desember 2024 19:40
Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Perla Ruth Albertsdóttir var ein af markahæstu leikmönnum allrar riðlakeppninnar á EM í handbolta, og hún skoraði úr flestum vítum allra í þeim hluta mótsins. Handbolti 4. desember 2024 13:02
Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Þrátt fyrir að hafa tryggt Noregi Ólympíumeistaratitil í handbolta í sumar þá þéna stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar minna, samanlagt, en frjálsíþróttastjörnurnar Karsten Warholm og Jakob Ingebrigtsen. Handbolti 4. desember 2024 12:00
Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta endaði í sextánda sæti á EM og á fyrir vikið meiri möguleika á því að komast inn á þriðja stórmótið sitt í röð. Handbolti 4. desember 2024 09:36
Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Markvörðurinn magnaði Katrine Lunde fékk kökk í hálsinn þegar hún var beðin um að lýsa því hvernig væri að hafa eins skilningsríkan þjálfara og Þóri Hergeirsson, í norska landsliðinu í handbolta. Handbolti 4. desember 2024 07:02
Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. Handbolti 3. desember 2024 22:46
„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. Handbolti 3. desember 2024 22:20
Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. Handbolti 3. desember 2024 22:02