
Bjóða fólki að kynnast hrossunum áður en það kaupir
"Við ætlum að bjóða fólki að koma og vera hjá okkur. Þá er fólki sem er að spá í að kaupa hross einnig boðið að koma og vera í einhvern tíma til að skoða það sem við höfum og kynnast hrossum sem við höfum til sölu," segir Stefán Birgir Stefánsson tamningamaður og ræktandi.