„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. Handbolti 3. janúar 2025 13:00
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. Handbolti 3. janúar 2025 11:54
Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. Handbolti 3. janúar 2025 10:59
Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Alfreð Gíslason þarf að spjara sig á HM án tveggja leikmanna sem voru í þýska landsliðshópnum hans og unnu silfur á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Handbolti 2. janúar 2025 14:00
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. Handbolti 2. janúar 2025 13:32
Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, segir þrjú landslið vera líklegri en önnur til að standa uppi sem heimsmeistari á komandi stórmóti í janúar. Alfreð setur Ísland og Þýskaland í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim líklegustu. Handbolti 30. desember 2024 11:32
Hafsteinn fer á HM Ljóst er að Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, leikmaður Gróttu, fer með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótið í handbolta í næsta mánuði. Grænhöfðaeyjar eru með Íslandi í riðli. Handbolti 28. desember 2024 18:27
„Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ „Það er fínt að koma þessu frá sér að tilkynna hópinn. Núna tekur við smá bið. Ég hlakka til að fá þá í hendurnar og byrja að æfa,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sem kynnti leikmannahópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á HM í Zagreb í janúar. Handbolti 19. desember 2024 18:00
Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir það í raun fínt að Ómar Ingi Magnússon sé ekki „spurningamerki“ fyrir heimsmeistaramótið í næsta mánuði. Meiðsli hans séu þannig að Snorri þurfti strax að finna leiðir til að spila án Ómars. Handbolti 19. desember 2024 14:43
Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í dag hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramót karla í handbolta í næsta mánuði. Handbolti 19. desember 2024 14:07
Snorri kynnti HM-hóp Íslands Strákarnir okkar hefja keppni á HM í handbolta í Zagreb 16. janúar. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í dag hvaða leikmenn verða í HM-hópnum, í beinni útsendingu á Vísi. Handbolti 19. desember 2024 13:32
Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic hefur verið útskrifaður af spítala, eftir að liðsfélagi hans kýldi hann í andlitið, en talið er að Dagur Sigurðsson muni samt ekki geta nýtt krafta hans á HM í handbolta í janúar. Handbolti 9. desember 2024 08:32
Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ „Það yrði algjör snilld,“ segir Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sem gæti mætt Íslandi á HM í handbolta í byrjun næsta árs, sem leikmaður Grænhöfðaeyja. Hafsteinn er nýkominn úr sinni fyrstu keppnisferð með liðinu. Hún gekk vel fyrir utan smá tungumálaörðugleika. Aðdragandinn að því að Hafsteinn spili fyrir heimaland föður síns er nokkuð langur. Handbolti 9. desember 2024 08:03
Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta sem og stórliði Magdeburgar, segir því fylgja mikil vonbrigði og svekkelsi að hafa meiðst illa í síðasta leik með þýska liðinu. Að öllum sé það ekki séns fyrir hann að ná heilsu fyrir komandi Heimsmeistaramót. Handbolti 3. desember 2024 14:05
Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það mikið högg ef Ómar Ingi Magnússon verður ekki með á HM í næsta mánuði. Hann er samt ekki tilbúinn að útiloka þátttöku hans á mótinu. Handbolti 3. desember 2024 13:31
Ómar Ingi ekki með á HM Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon mun ekki geta tekið þátt á HM með íslenska landsliðinu í næsta mánuði sökum meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi. Handbolti 3. desember 2024 12:23
Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon meiddist á ökkla er Magdeburg tók á móti Bietigheim í þýsku deildinni í handbolta í dag. Handbolti 1. desember 2024 22:40
Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Það gekk ýmislegt á í búningsklefa króatíska handboltafélagsins RK Zagreb eftir leik liðsins í Meistaradeildinni í vikunni. Eftirmálin eru allt annað en góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Dag Sigurðsson. Handbolti 29. nóvember 2024 09:31
Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sex nýliðar eru á 35 manna lista sem landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið yfir menn sem leyfilegir verða á HM í handbolta í Króatíu í janúar. Handbolti 19. nóvember 2024 11:52
Elliði segir HM ekki í hættu Elliði Snær Viðarsson, fremsti línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, segir ekki hættu á því að hann missi af HM í janúar þó að hann glími nú við meiðsli. Handbolti 15. nóvember 2024 14:30
Snorri missir ekki svefn, ennþá Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll. Handbolti 6. nóvember 2024 14:31
Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Handbolti 4. nóvember 2024 13:30
„Vel liðið eftir minni eigin sannfæringu og fylgi því“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta kemur bráðum saman og hefur keppni í undankeppni Evrópumótsins 2026. Augu liðsins eru þó einnig á undirbúningi fyrir næsta stórmót. Sjálft heimsmeistaramótið í janúar Þeir fáu dagar sem liðið fær saman á næstu mánuðum eru mikilvægir og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hug sinn vafalaust á öðrum stað en hugur leikmanna á þessum tímapunkti. Snorri gerir eina stóra breytingu á hópi Íslands. Sveinn Jóhannsson fær tækifærið í línumannsstöðunni. Reynsluboltinn Arnar Freyr Arnarsson þarf að sitja eftir heima. Handbolti 24. október 2024 13:13
Arftaki Kristjáns óvænt hættur Svíar eru í leit að nýjum landsliðsþjálfara í handbolta eftir að Glenn Solberg tilkynnti óvænt að hann væri hættur, tveimur árum fyrir lok samningstíma. Handbolti 20. september 2024 10:02
Duvnjak búinn að lofa Degi Eftir Ólympíuleikana í París í sumar og orð sem Domagoj Duvnjak, skærasta stjarna Króata í handbolta, lét falla benti allt til þess að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Dag Sigurðsson. Svo er hins vegar ekki. Handbolti 23. ágúst 2024 11:33
Strákarnir okkar með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í riðli á HM Ísland verður í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta karla á næsta ári. Handbolti 29. maí 2024 17:15
Færeyingar misstu af HM sætinu með einu marki Færeyingar þurfa að bíða áfram eftir að komast á heimsmeistaramótið í handbolta en landslið þeirra tapaði með átta mörkum gegn Norður-Makedóníu nú rétt í þessu og samanlagt 61-60. Sport 12. maí 2024 18:47
Uppgjörið: Eistland - Ísland 24-37 | Gengu örugglega frá Eistum og tryggðu farseðil á HM Ísland tryggði sér farseðil á heimsmeistaramótið í handbolta 2025 með afar öruggum 24-37 sigri gegn Eistlandi ytra. Ísland vann fyrri leik liðanna 50-25 og einvígið samanlagt 87-49. Handbolti 11. maí 2024 16:29
Segja Ísland hafa skorað fimmtíu án þess að svitna Eistlendingar viðurkenna að nær ómögulegt sé fyrir þá að slá út Íslendinga í umspilinu um sæti á HM í dag, enda fór fyrri leikur liðanna 50-25 í Laugardalshöll. Handbolti 11. maí 2024 11:23
Slóvakía skellti Póllandi óvænt í umspili HM Sex leikir fóru fram í dag í umspili um laus sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta 2025 og litu nokkur óvænt úrslit dagsins ljós. Um fyrri leiki liðanna var að mætast en leikið er heima og að heiman. Handbolti 9. maí 2024 20:18
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti