Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 09:34 Janus Daði Smárason hundóánægður eftir tapið gegn Króötum í gær. Nú þarf Ísland að treysta á hjálp frá Slóveníu á morgun til að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. Áður en að leikur Íslands og Króatíu hófst þá mættust Egyptaland og Slóvenía í höllinni í Zagreb í gær. Ef Egyptar hefðu ekki unnið þann leik þá hefði Íslandi dugað sigur í leiknum við Argentínu á morgun til að tryggja sig inn í 8-liða úrslit, burtséð frá öllum öðrum úrslitum. En Egyptar unnu, með einu marki. Slóvenar fengu um 45 sekúndur í lokasókn sína, og skoruðu í blálokin, en dómarar leiksins komust að þeirri niðurstöðu að um leiktöf hefði verið að ræða. Markið má sjá hér að neðan. ❓ Slóvenar voru grátlega nálægt því að jafna metin. Það hefði breytt öllu fyrir stöðu Íslands í kvöld. Sjáðu atvikið í lokasókn þeirra gegn Egyptum.Dómararnir dæmdu leiktöf þar sem Slóvenía tók of margar sendingar, við litla kátínu Slóvena pic.twitter.com/wgVkBb7HR1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2025 Dómari lyfti upp hendi þegar 11 sekúndur voru eftir, og Slóvenar í bullandi sókn. Þeir áttu svo fimm sendingar áður en þeir skoruðu, en senda má að hámarki fjórar sendingar áður en leiktöf er dæmd. Reglunum var breytt árið 2022 en áður mátti senda að hámarki sex sendingar fyrir leiktöf, sem hefði dugað Slóvenum. Norsku dómararnir Lars Jorum og Havard Kleven dæmdu leikinn og ákváðu að jöfnunarmark Miha Zarabec fengi ekki að standa. Markið hefði ekki aðeins verið óhemju dýrmætt fyrir Ísland heldur einnig gefið Slóvenum fræðilega möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Allir í höllinni voru forviða yfir því að dæmd skyldi leiktöf, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa24, því menn töldu Norðmennina hafa lyft upp hendi of snemma. „Þeir dæmdu leiktöf en ég veit ekki af hverju hann var að lyfta hendinni. Við byrjuðum sóknina 40 sekúndum fyrir leikslok. Dómararnir lyftu hendinni 15 sekúndum fyrir leikslok. Þeir höfðu ekki lyft hendi í sókn Egypta áður. Það var fullt af svona ákvörðunum í leiknum. Þetta er algjör synd,“ sagði Jure Dolenec, leikmaður Slóveníu. Staða Íslands er núna þannig að liðið þarf að vinna Argentínu á morgun og treysta á að Grænhöfðaeyjar nái í stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu, til að komast í 8-liða úrslitin. Ef Ísland, Egyptaland og Króatía vinna öll þá enda þau jöfn í 1.-3. sæti en Ísland neðst vegna innbyrðis úrslita. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? 24. janúar 2025 22:41 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24. janúar 2025 22:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Fótbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira
Áður en að leikur Íslands og Króatíu hófst þá mættust Egyptaland og Slóvenía í höllinni í Zagreb í gær. Ef Egyptar hefðu ekki unnið þann leik þá hefði Íslandi dugað sigur í leiknum við Argentínu á morgun til að tryggja sig inn í 8-liða úrslit, burtséð frá öllum öðrum úrslitum. En Egyptar unnu, með einu marki. Slóvenar fengu um 45 sekúndur í lokasókn sína, og skoruðu í blálokin, en dómarar leiksins komust að þeirri niðurstöðu að um leiktöf hefði verið að ræða. Markið má sjá hér að neðan. ❓ Slóvenar voru grátlega nálægt því að jafna metin. Það hefði breytt öllu fyrir stöðu Íslands í kvöld. Sjáðu atvikið í lokasókn þeirra gegn Egyptum.Dómararnir dæmdu leiktöf þar sem Slóvenía tók of margar sendingar, við litla kátínu Slóvena pic.twitter.com/wgVkBb7HR1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2025 Dómari lyfti upp hendi þegar 11 sekúndur voru eftir, og Slóvenar í bullandi sókn. Þeir áttu svo fimm sendingar áður en þeir skoruðu, en senda má að hámarki fjórar sendingar áður en leiktöf er dæmd. Reglunum var breytt árið 2022 en áður mátti senda að hámarki sex sendingar fyrir leiktöf, sem hefði dugað Slóvenum. Norsku dómararnir Lars Jorum og Havard Kleven dæmdu leikinn og ákváðu að jöfnunarmark Miha Zarabec fengi ekki að standa. Markið hefði ekki aðeins verið óhemju dýrmætt fyrir Ísland heldur einnig gefið Slóvenum fræðilega möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Allir í höllinni voru forviða yfir því að dæmd skyldi leiktöf, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa24, því menn töldu Norðmennina hafa lyft upp hendi of snemma. „Þeir dæmdu leiktöf en ég veit ekki af hverju hann var að lyfta hendinni. Við byrjuðum sóknina 40 sekúndum fyrir leikslok. Dómararnir lyftu hendinni 15 sekúndum fyrir leikslok. Þeir höfðu ekki lyft hendi í sókn Egypta áður. Það var fullt af svona ákvörðunum í leiknum. Þetta er algjör synd,“ sagði Jure Dolenec, leikmaður Slóveníu. Staða Íslands er núna þannig að liðið þarf að vinna Argentínu á morgun og treysta á að Grænhöfðaeyjar nái í stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu, til að komast í 8-liða úrslitin. Ef Ísland, Egyptaland og Króatía vinna öll þá enda þau jöfn í 1.-3. sæti en Ísland neðst vegna innbyrðis úrslita.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? 24. janúar 2025 22:41 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24. janúar 2025 22:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Fótbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Sjá meira
Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? 24. janúar 2025 22:41
Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06
Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02
Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16
Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24. janúar 2025 22:13
Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49