Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Leikstjórinn James Gunn tilkynnti næstu kvikmynd um Ofurmennið með teikningu af ofurhetjunni og erkióvini hans, Lex Luthor. Myndin ber, enn sem komið er, titilinn „Man of Tomorrow“ og kemur í bíó 9. júlí 2027. Bíó og sjónvarp 4. september 2025 13:57
„Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Fúkyrðin fengu að flæða í færslu Jacks Osbourne, sonar þungarokkarans Ozzy Osbourne, um Roger Waters, tónlistarmann og bassaleikara Pink Floyd, í kjölfar ummæla Waters um Ozzy heitinn. Lífið 4. september 2025 09:32
Kaupir fjórða húsið við sömu götu Heimsfrægi söngvarinn Harry Styles hefur keypt fjórða húsið sitt við sömu götuna í Lundúnum. Hann hyggst sameina lóðirnar og byggja þar gríðarstórt glæsisetur. Lífið 3. september 2025 19:08
Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hlynur Sigurðsson, bifvélavirki og barnastjarna, og eiginkona hans Kelsey Howell hafa sett íbúð sína við Kambasel í Breiðholti á sölu. Eignin er 107 fermetrar að stærð, þar af 26 fermetra bílskúr. Ásett verð er 72,9 milljónir. Lífið 3. september 2025 16:12
Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Leikkonan Demi Moore segir Emmu Heming Willis standa sig vel sem umönnunaraðili eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, sem greindist með framheilabilun í febrúar 2023. Heming greindi nýlega frá því að hún hafi þurft að flytja eiginmann sinn á viðeigandi stofnun. Lífið 3. september 2025 14:40
Nældi sér í einn umdeildan Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun. Lífið 3. september 2025 10:03
Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Söngkonan Cardi B var sýknuð í dómstóli í Los Angeles í dag af kröfum öryggisvarðar sem kærði hana fyrir að hafa ráðist á sig með nöglum sínum. Emani Ellis, öryggisvörðurinn, krafðist þess að hún myndi greiða sér 24 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna. Lífið 2. september 2025 23:42
Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Leikarinn Dwayne Johnson brast í grát á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar nýjasta kvikmynd hans, Smashing Machine, hlaut fimmtán mínútna lófatak. Fólk er þegar byrjað að máta leikarann við Óskarsverðlaunastyttuna. Bíó og sjónvarp 2. september 2025 15:46
Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Hin stórglæsilega fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Cristano Ronaldo, Georgina Rodríguez, skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á sunnudag. Athyglin beindist þó helst að trúlofunarhring hennar, sem er sagður vera 35 karöt, þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara og brosti blíðlega. Lífið 2. september 2025 11:38
Graham Greene er látinn Kanadíski leikarinn Graham Greene er látinn, 73 ára að aldri. Lífið 2. september 2025 07:20
Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Poppstjarnan Taylor Swift og NFL-kappinn Travis Kelce trúlofuðu sig á dögunum eftir tveggja ára samband og eru byrjuð að plana brúðkaupið. Eitt eiga þó enn eftir að gera: flytja inn saman. Lífið 29. ágúst 2025 15:12
Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Tónlistarkonan Jessie J hefur frestað og fellt niður tónleika á yfirvofandi tónleikaferðalagi sínu um Bretland og Bandaríkin vegna skurðaðgerðar sem hún þarf að gangast undir vegna brjóstakrabbameins. Lífið 29. ágúst 2025 09:00
Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir splunkunýtt og endurnýjað andlit sitt. Jenner sem er 69 ára virðist af mörgum nú vera á þrítugsaldri og segist hún í skýjunum með þessa róttæku breytingu. Lífið 27. ágúst 2025 15:01
Opnar sig eftir handtökuna Það vakti gríðarlega athygli þegar rapparinn Lil Nas X var handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um handtökuna í gær á Instagram síðu sinni. Lífið 27. ágúst 2025 13:02
Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Bruce Willis er við góða líkamlega heilsu en heilinn er að „bregðast honum“ og hann er hættur að geta tjáð sig með orðum. Þetta segir eiginkona leikarans, Emma Heming Willis, í nýju viðtali við fjölmiðlakonuna Diane Sawyer. Erlent 27. ágúst 2025 06:59
Taylor Swift trúlofuð Poppsöngkonan Taylor Swift er trúlofuð íþróttamanninum Travis Kelce. Lífið 26. ágúst 2025 17:31
Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikkonan Zoe Kravitz er af mörgum talin ein fallegasta stjarna Hollywood og ber af sér einstaklega góðan þokka. Í dag er hún orðuð við tvo glæsilega herramenn, bresku poppstjörnuna Harry Styles og bandaríska hjartaknúsarann og leikarann Austin Butler. Spurningin er: Hvern er Zoe Kravitz að deita? Lífið 26. ágúst 2025 15:37
Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Will Smith hefur verið sakaður um að nota gervigreind til að fjölga aðdáendum sínum í nýju myndbandi af yfirstandandi tónleikaferðalagi hans. Lífið 26. ágúst 2025 09:28
Lil Nas X laus gegn tryggingu Bandaríska rapparanum Lil Nas X hefur verið sleppt úr fangelsi gegn 75 þúsund dala tryggingu sem samsvarar rúmlega níu milljónum króna. Lífið 26. ágúst 2025 07:48
Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Leikstjórinn Woody Allen hafnar ásökunum á hendur sér um hvítþvott á stríðsglæpum Rússa vegna þátttöku hans í alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Moskvu sem stendur yfir. Úkraínska utanríkisráðuneytið gaf frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar þess að tilkynnt var um þátttöku hans á hátíðinni. Lífið 25. ágúst 2025 23:29
Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Bandaríski rapparinn Lil Nas X hefur verið ákærður fyrir fjögur brot á alríkislögum. Hann var handtekinn fyrir helgi á meðan hann ráfaði um götur Los Angeles-borgar á nærfötunum og í kúrekastígvélum. Lífið 25. ágúst 2025 19:45
Sopranos-stjarna látin Bandaríski leikarinn Jerry Adler, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Herman „Hesh“ Rabkin í þáttunum The Sopranos, er látinn. Hann varð 96 ára. Bíó og sjónvarp 25. ágúst 2025 08:29
Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Tónlistarkonan Katy Perry mun bera vitni frammi fyrir dómara á fimm ára afmælisdegi dóttur sinnar í tengslum við fasteignadeilur í Santa Barbara sem ná fimm ár aftur í tímann. Fyrir tíu árum átti Perry í deilum við hóp nunna vegna kaupa á nunnuklaustri. Lífið 24. ágúst 2025 09:49
Lést við tökur á Emily in Paris Ítalski aðstoðarleikstjórinn Diego Borella hneig niður við tökur á Netflix-þáttunum Emily in Paris í Feneyjum á fimmtudag og var úrskurðaður látinn á vettvangi af viðbragðsaðilum. Erlent 23. ágúst 2025 13:53
Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Bandaríska leikkonan Millie Bobby Brown og eiginmaður hennar, Jake Bongiovi, eru orðnir foreldrar. Þau hafa ættleitt stúlku. Lífið 22. ágúst 2025 09:17
Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Bandaríski tónlistarmaðurinn Lil Nas X hefur verið handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi. Það mun hafa gerst eftir atvik þar sem hann sást ráfa lítið klæddur um götur Los Angeles-borgar. Lífið 21. ágúst 2025 21:19
„Indælasti dómari í heimi“ er látinn Bandaríski dómarinn og samfélagsmiðastjarnan Frank Caprio er látinn, 88 ára að aldri. Lífið 21. ágúst 2025 07:23
Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Leikkonan Aubrey Plaza hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skyndilegt fráfall eiginmanns síns, Jeff Baena, sem svipti sig lífi í janúar síðastliðnum, og sorgina sem því fylgdi. Hún lýsir sorginni sem hafi ömurleika og líkir henni við gljúfur fullt af skrímslum. Lífið 20. ágúst 2025 13:49
Kemur út sem pankynhneigð Leikkonan og fyrirsætan Julia Fox hefur greint frá því að hún sé pankynhneigð. Fox sem vakti mikla athygli árið 2022 fyrir samband sitt með Kanye West lýsti sjálfri sér sem lesbíu í fyrra en hefur nú skilgreint kynhneigð sína nánar. Lífið 20. ágúst 2025 09:46
Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Hin goðsagnakennda leikkona Joan Collins, sem er 92 ára, birti glæsilega mynd af sér á Instagram þar sem hún situr fyrir í hvítum sundbol með stóran rauðan sólhatt. Færsla leikkonunnar vakti, eins og við var að búast, mikla athygli á samfélagsmiðlum og tugir þúsunda hafa líkað við myndina. Lífið 19. ágúst 2025 12:05