Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Borguðu óvænt námslánin hjá öllum nemendunum

Evan Spiegel og eiginkona hans Miranda Kerr glöddu nýútskrifaða nemendur hjá Otis listaháskólanum í Los Angeles þegar þau borguðu niður öll námslánin þeirra. Evan er stofnandi Snapchat og Miranda er fyrirsæta og stofnandi Kora Organics

Lífið
Fréttamynd

Britney og Sam tilkynna fósturmissi

Poppstjarnan Britney Spears og unnusti hennar Sam Asghari tilkynntu að þau hafi því miður upplifað fósturmissi stuttu eftir að hafa sagt frá því að von væri á barni. „Við munum halda áfram að reyna að stækka fallegu fjölskylduna okkar,“ sagði parið í sameiginlegri yfirlýsingu. 

Lífið
Fréttamynd

Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný

Leikkonan Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný. Hún segir sameiginlegan vin hafa komið þeim saman og greindi frá aðdragandanum þegar hún var gestur í hlaðvarpinu U up? Hún er þessa dagana að kynna nýju myndina sína, Senior Year.

Lífið
Fréttamynd

Nýr Doctor Who

Ncuti Gatwa tekur við af Jodie Whittaker sem Doctor Who samkvæmt tilkynningu frá BBC. Ncuti verður þar með fjórtándi tímavörðurinn (e. Time Lord) og er leikarinn spenntur fyrir komandi tímum.

Lífið
Fréttamynd

Chrishell Stause fann ástina á ný

„Undanfarið hef ég varið miklum tíma með manneskju sem er mér afar kær.“ þetta sagði fasteignasalinn Chrishell Stause í lokaþætti Selling Sunset sem er raunveruleikaþáttur um líf og störf fasteignasalanna hjá The Oppenheim Group í Los Angeles.

Lífið
Fréttamynd

Sá sem veittist að Chappelle segist saklaus

Isaiah Lee hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir að hann veittist að grínistanum Dave Chappelle á sviði í Los Angeles í vikunni. Hann var handtekinn eftir atvikið en lögreglan segir hann í raun ekki hafa framið glæp. 

Erlent
Fréttamynd

„Ég hugsaði, svona mun ég deyja“

Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku.

Erlent
Fréttamynd

Mætti á þyrlu á heimsfrumsýningu Top Gun: Maverick

Tom Cruise lét ekki lítið fyrir sér fara á heimsfrumsýningu Top Gun: Maverick í San Diego en hann mætti á þyrlu. Fyrsta Top Gun myndin kom út árið 1986 og fór Tom þar eftirminnilega með aðalhlutverkið líkt og hann gerir í þeirri nýju. 

Lífið
Fréttamynd

„Mig langaði að trúa honum, svo ég gerði það“

Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ætlað sér að yfirgefa Johnny Depp, fyrrverandi eiginmann hennar, eftir að hann sló hana fyrst utan undir. Hann hefði þó beðið hana afsökunar og heitið því að beita hana aldrei ofbeldi aftur.

Erlent
Fréttamynd

Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin

Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin aðeins sextán ára gömul. Þættirnir voru sýndir á TLC á árunum 2009-2013 en móðir hennar, Marcy Posey Gatterman, greindi frá andláti hennar á Facebook fyrr í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Ráðist á Chappelle á sviði í Los Angeles

Bandaríski uppistandarinn Dave Chappelle slapp ómeiddur þegar karlmaður hljóp hann niður á sviði í Los Angeles í gærkvöldi. Árásarmaðurinn hljóp baksviðs eftir atlöguna en var snúinn niður af öryggisvörðum.

Lífið
Fréttamynd

Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe

Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Met Gala síðustu ár sem upphitun fyrir kvöldið

Í dag er fyrsti mánudagurinn í maí og innan tískuheimsins þýðir það bara eitt: Met Gala. Hönnuðir túlka þar þemu sem eru sett fyrir ár hvert og stjörnurnar mæta á Metropolitan listasafnið í New York í glæsilegri hönnun.

Lífið
Fréttamynd

Mar­­got Robbie og Ryan Gosling verða Bar­bie og Ken

Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Hæ nýi magi“

Fyrirsætan Ashley Graham þakkar líkamanum sínum fyrir allt sem hann hefur gefið henni í tilefni þess að þrír mánuðir eru liðnir síðan hún eignaðist tvíburadrengina sína. 

Lífið