Íslenska krónan

Íslenska krónan

Allt er viðkemur ríkisgjaldmiðlinum.

Fréttamynd

Evrópska vexti takk!

Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Krónan gefur eftir þegar fjár­festar fóru að vinda ofan af fram­virkum stöðum

Þegar ljóst varð að væntingar um að gjaldeyrisinnstreymi samtímis háönn ferðaþjónustunnar myndi ýta undir gengisstyrkingu krónunnar væru ekki að raungerast fóru fjárfestar að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum um tugi milljarða á nokkrum vikum. Lokanir á þeim stöðum með krónunni hafa átt mestan þátt í því að hún hefur núna ekki verið lægri gagnvart evru í næstum eitt ár, að sögn gjaldeyrismiðlara, og sé líklega búin að færast á nýtt jafnvægisgildi en viðskiptahalli þjóðarbúsins jókst verulega á milli ára á fyrri árshelmingi.

Innherji
Fréttamynd

Hættu­stig

Fyrir um tíu árum voru aðildarviðræður Íslands við ESB stöðvaðar. Fyrir meginþorra Íslendinga var þetta vond ákvörðun að mínu mati því hún hafði það í för með sér að við urðum að búa við íslensku krónuna og vextina á henni. Í dag borga skuldarar innlendra lána jafnvel tugþúsundir mánaðarlega aukreitis miðað við að við hefðum evru sem gjaldmiðil. Þetta kom hins vegar stórútgerðinni vel, sem gerir upp í evrum en greiðir laun í krónum. Bændur eru að vakna upp við vondan draum, en þetta tekur tíma og kannski nokkur gjaldþrot að síast inn.

Skoðun
Fréttamynd

Er­lendir fjár­festar minnka við sig í ríkis­bréfum annan mánuðinn í röð

Eftir stöðugt innflæði fjármagns um nokkurt skeið vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum ríkisskuldabréfum hefur sú þróun snúist við að undanförnu og hafa þeir núna verið nettó seljendur síðastliðna tvo mánuði. Dvínandi áhugi erlendra fjárfesta kemur á sama tíma og ríkissjóður áformar umtalsvert meiri útgáfu ríkisbréfa á seinni helmingi ársins en áður var áætlað.

Innherji
Fréttamynd

Hvað kostar krónan heimilin?

Í umræðum um gjaldmiðlamál og stöðu efnahagsmála á Íslandi er það oftast rök þeirra sem vilja halda í krónuna að fullyrða að hún bjargi okkur úr efnahagslægðum og áföllum. Þessi rök eru notuð til að blekkja almenning, en það er mikilvægt að skoða hvaða raunverulegan kostnað krónan leggur á heimilin og hvort hún raunverulega bætir líf okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festar stækka framvirka stöðu með krónunni um tugi milljarða

Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni þá hefur það ekki haft neikvæð áhrif á væntingar fjárfesta um gengisþróun krónunnar en þeir hafa aukið stöðutöku sína um tugi milljarða á síðustu mánuðum. Eftir að hafa haldist óvenju stöðugt um langt skeið gagnvart evrunni hefur gengið styrkst lítillega á síðustu vikum.

Innherji
Fréttamynd

Vil­hjálmur kallar eftir tafar­lausri vaxtalækkun

Formaður Starfsgreinasambandsins segir efnahagslífið á leið í miklar ógöngur verði vextir ekki lækkaðir mjög hratt. Í miklum húsnæðisskorti væru nýbyggingar hægt og bítandi að stöðvast vegna þess hvað vextir væru háir miðað við verðbólgu. Viðskiptabankarnir gætu gengið á undan með góðu fordæmi og lækkað sína vexti strax.

Innlent
Fréttamynd

Verð­bólga nú 5,8 prósent

Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

30% kaup­máttar­aukning með evru

Kaupmáttur ráðstöfunartekna mælir breytingu á ráðstöfunartekjum að teknu tilliti til verðbólgu. Ef ráðstöfunartekjur aukast vegna launahækkana en verðlag hækkar minna eykst kaupmáttur.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan stöðug þrátt fyrir á­föll og fátt sem kallar á veikingu á næstunni

Krónan hefur sýnt styrk sinn með því að haldast afar stöðug í kringum gildið 150 á móti evrunni samfellt um margra mánaða skeið þrátt fyrir að ýmislegt hafi unnið á móti henni á liðnum vetri, að sögn gjaldeyrismiðlara. Væntingar eru um gengisstyrkingu horft inn í árið, sem endurspeglast að hluta í meiri framvirki gjaldeyrissölu, samhliða meðal annars mögulegu fjármagnsinnflæði við yfirtökuna á Marel en sumir vara við viðkvæmri stöðu eftir miklar launahækkanir sem hefur þrýst raungenginu á nánast sömu slóðir og fyrir heimsfaraldurinn.

Innherji
Fréttamynd

Halda á­fram kaupum á ís­lenskum ríkisbréfum þótt það hægist á vextinum

Fjárfesting erlendra sjóða í íslensk ríkisskuldabréf hélt áfram að aukast í liðnum mánuði þótt nokkuð hafi hægt á vextinum og hefur innflæðið ekki verið minna að umfangi í meira en hálft ár. Stöðugt fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra skuldabréfafjárfesta síðustu mánuði hefur átt sinn þátt í því að halda gengi krónunnar stöðugu um nokkurt skeið.

Innherji
Fréttamynd

Dagur til um­hugsunar

Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kvörðun Seðla­bankans sé ó­skiljan­leg

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir.

Innlent
Fréttamynd

Kynning á yfir­lýsingu peningastefnunefndar

Seðlabanki Íslands birti í morgun yfirlýsing peningastefnunefndar og Peningamál. Stýrivextir eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25. Tíunda mánuðinn í röð.

Viðskipti innlent