Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Miðvörðurinn Damir Muminovic hefur leikið sinn síðasta leik fyrir DPMM sem staðsett er í Brúnei en spilar í efstu deild Singapúr. Talið er að fjöldi liða hér á landi séu til í að fá þennan 35 ára gamla miðvörð í sínar raðir. Íslenski boltinn 28.5.2025 18:02
Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 28.5.2025 10:00
Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Baldvin Már Borgarson, þjálfari 3. deildarliðs Árbæjar í fótbolta, hefur beðist afsökunar vegna hegðunar sinnar í leik gegn Magna um helgina sem leiddi til fjögurra leikja banns. Fótbolti 28.5.2025 08:34
Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Íslenski boltinn 27.5.2025 15:47
Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu FH vann 2-0 sigur í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Kjartan Kári Halldórsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum, sem „Halli og Laddi“, eða Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson, skoruðu. Íslenski boltinn 26. maí 2025 10:00
Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 26. maí 2025 10:00
„Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Breiðablik tapaði í kvöld gegn FH í áttundu umferð Bestu deildar karla. FH skoraði tvö mörk þrátt fyrir að Blikar héldu meira í boltann. Fótbolti 25. maí 2025 22:32
Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Áttundu umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika. Fyrir leikinn var Breiðablik í þriðja sæti deildarinnar en FH í 11. og næstsíðasta sætinu. Íslenski boltinn 25. maí 2025 18:32
Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Leikmenn Þróttar R. sóttu hart að heimamönnum FHL í Fjarðabyggðarhöllinni í 7. umferð Bestu deilar kvenna í dag. Lokastaða leiksins varð 4-0 fyrir gestunum og fara þær því heim á toppi deilarinnar en nýliðarnir eru enn án stiga. Íslenski boltinn 25. maí 2025 15:50
Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Heimasigrar unnust í öllum fjórum leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Vestri, Víkingur, Valur og KA unnu öll sína leiki. Íslenski boltinn 25. maí 2025 12:33
„Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. Íslenski boltinn 24. maí 2025 22:00
Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 24. maí 2025 18:46
Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 24. maí 2025 18:33
Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu FH varð í gær fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistara Breiðabliks í Bestu deild kvenna á tímabilinu. Lokatölur í Kaplakrika 2-1, FH-ingum í vil. Tveir aðrir leikir fóru fram í gær. Fram sigraði Tindastól, 1-0, og Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda. Í dag vann Þór/KA 1-0 sigur á Stjörnunni. Íslenski boltinn 24. maí 2025 16:28
Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. Íslenski boltinn 24. maí 2025 16:16
Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Þór/KA tók á móti Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar kvenna í dag í Boganum á Akureyri. Heimamenn höfðu betur í leiknum og tryggðu sér mikilvægan sigur. Með sigrinum eru Þór/KA með fimmtán stig og sitja í 4. sæti deildarinnar eins og staðan er núna. Íslenski boltinn 24. maí 2025 15:10
Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Fram lyfti sér upp í 4. sæti Bestu deildar karla með 2-3 sigri á KR í Laugardalnum í gær. Svíinn Jakob Byström skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í bláa búningnum. Íslenski boltinn 24. maí 2025 09:37
„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Jakob Byström átti drauma frumraun í Bestu deildinni í kvöld. Skoraði hann tvö mörk fyrir Fram í 2-3 sigri á KR í 8. umferð deildarinnar. Íslenski boltinn 23. maí 2025 22:29
„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Íslandsmeistara Breiðabliks að velli í Bestu deild kvenna í fótbolta. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, skilur ekki af hverju lið hans er alltaf að koma fólki á óvart. Íslenski boltinn 23. maí 2025 22:25
„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Valur og Víkingur skildu jöfn í dag 1-1 í 7. umferð Bestu deild kvenna. John Andrews þjálfari Víkinga var ánægður með hvernig liðið hans spilaði í dag. Íslenski boltinn 23. maí 2025 20:37
Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Omar Sowe, framherji ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, er með slitið krossband og verður ekki meira með nýliðunum á leiktíðinni. Þá er Oliver Heiðarsson meiddur og verður frá næstu vikurnar. Íslenski boltinn 23. maí 2025 20:32
Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð KR tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð þegar þeir fengu Fram í heimsókn í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar skoruðu öll sín mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik. Lokatölur 2-3. Með sigrinum fer Fram upp fyrir KR í töflunni, alla leið upp í fjórða sætið. Íslenski boltinn 23. maí 2025 18:47
Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum FH tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í 7.umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var spennandi og jafn en að lokum höfðu heimakonur sigur 2-1. Var þetta fyrsta tap meistaranna á leiktíðinni. Íslenski boltinn 23. maí 2025 17:17
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Valur fékk Víking í heimsókn, í 7. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli sem er lítil hjálp fyrir bæði lið sem hafa byrjað tímabilið afskaplega illa. Íslenski boltinn 23. maí 2025 17:17
Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Markadrottningin Murielle Tiernan tryggði nýliðum Fram 1-0 sigur á Tindastól, sínu gamla félagi, þegar liðin mættust í 7. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 23. maí 2025 16:48