

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
Upplegg Keflavíkur var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum að loknum 1-0 útisigri liðsins á Sauðárkróki þar sem liðið mætti Tindastól í sannkölluðum fallbaráttuslag.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022.
Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum.
ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í gær. Ian Jeffs, þjálfari liðsins, var mjög sáttur með sigurinn en hann var hvað ánægðastur með Eyjahjartað sem lið hans spilaði með. „Eyjahjartað“ var rædd í Pepsi Max Mörkunum að leik loknum.
Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla í fótbolta, er spenntur fyrir fyrirhuguðum vistaskiptum til Breiðabliks. Erfitt verði að yfirgefa heimahagana á Seltjarnarnesi en gott verði að endurnýja kynni við gamlan þjálfara hans.
Margrét Magnúsdóttir, einn þjálfara Fylkis, segist svekkt að liðinu hafi ekki tekist að ná í þrjú stig er það gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Þrótt Reykjavík í kvöld. Hún segist þó nokkuð sátt með spilamennskuna.
Fylkir og Þróttur skildu jöfn, 1-1, í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Fylkiskonur eru áfram í fallsæti og úrslit kvöldsins voru liðinu ekki hliðholl.
HK vann gríðarmikilvægan 2-1 útisigur á ÍA á Akranesi í lokaleik 16. umferðar Lengjudeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Bæði lið berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
Það var hart barist á Hásteinsvelli í dag þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni í 16. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Fyrir leikinn var falldraugur yfir ÍBV en þeim tókst að bjarga sér með 3-1 sigri.
Keflavíkurstúlkur hafa verið að spila vel í undanförnum leikjum. Þær hafa nú safnað sjö stigum í síðustu þremur leikjum.Aerial Chavarin gerði eina mark leiksins og reyndist hetja Keflavíkur þegar liðið vann 0-1 sigur á botnliði Tindastóls sem var fyrir leik aðeins tveimur stigum frá Keflavík.
Fylkir hefur sett sig í samband við Rúnar Pál Sigmundsson í þeirri von að hann hafi áhuga á að taka við karlaliði félagsins í fótbolta. Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni var sagt upp störfum í dag.
Fylkir hefur sagt upp þeim Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni úr stöðu þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Fylkismenn féllu niður fallsæti í Pepsi Max-deildinni í gær.
Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings.
Breiðablik, Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max deildar karla þegar þrjár umferðir eru eftir. Mótið hefur ekki verið jafn spennandi í háa herrans tíð.
Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar.
Breiðablik gjörsamlega kaffærði Fylki í leik liðanna í Pepsi Max deild karla í gær. Lokatölur 7-0 þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, skoraði einkar glæsilegt mark. Það ásamt öllum sóknarleik liðsins var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.
Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum.
Breiðablik, topplið Pepsi Max deildar karla, hefur tilkynnt að Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu í Lengjudeildinni, muni ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu.
Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór.
Þrátt fyrir frábærara frammistöðu Breiðabliks á Evrópumótunum í knattspyrnu á þessari leiktíð er ljóst að Pepsi Max deild karla í fótbolta fær aðeins þrjú sæti í Evrópu næstu tvö árin, ekki fjögur eins og vonast var til.
Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld.
HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld.
Víkingur vann sinn síðasta leik fyrir landsleikjahlé 1-2 gegn FH á Kaplakrika-velli.Gestirnir gerðu tvö fyrstu mörk leiksins. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 1-2.
Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld.
Fall blasir við Skagamönnum eftir slæmt tap á Akureyri í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Víkingur Reykjavík vann FH 1-2 í fjörugum leik. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var afar sáttur með stigin þrjú og voru FH töluvert betri að hans mati.
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar.
Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands.
Heimir Guðjónsson þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Vals var að vonum ekki sáttur eftir 1-2 tap á heimavelli fyrir Stjörnunni.