„Ég skora alltaf á Hlíðarenda“ Logi Tómasson skoraði eitt marka Víkings þegar liðið bar sigurorð af Val í toppslag Bestu deildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Logi er mögulega að spila sinn síðasta leik fyrir Víking í bili en hann er á leið til Strömsgodset í Noregi. Fótbolti 20. ágúst 2023 21:48
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 0-4 | Víkingar geta farið að setja kampavínið í kælinn eftir stórsigur gegn Val Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 2-1 | Heimamenn nýttu Evrópuþreytu gestanna Fram og KA mættust í Úlfarsárdalnum í 20. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Eftir afar spennandi og skemmtilegan leik fór svo að lokum að Fram vann afar mikilvægan 2-1 sigur þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 21:00
Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 20:51
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 2-1 | Ágúst Eðvald sá um gestina Breiðablik mætti Keflavík í kvöld í 20. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 2-1 sigri heimamanna þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk Blika. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 20:30
Ekki til betri tilfinning Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 20:25
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 0-3 | Öruggur sigur Vals á Króknum Íslandsmeistarar Vals fóru í góða ferð á Sauðárkrók í 17. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 0-3 og gott gengi ríkjandi Íslandsmeistara Vals heldur áfram. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 19:45
Fylkir vann lífsnauðsynlegan sigur í Eyjum Fylkir gerði góða ferð til Vestmannaeyja í Bestu deild karla í knattspyrnu. Orri Sveinn Stefánsson skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur lifðu leiks og Fylkir lyfti sér upp úr fallsæti. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 18:20
„Þið sjáið hvernig deildin er núna í ár“ ÍBV náði í stig á erfiðum útivelli í Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli. Todor Hristov var að vonum sáttur með stigið en fannst sitt liði þó geta hafa farið til Eyja með öll þrjú stigin úr Kópavoginum. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 16:55
„Tók meðvitaða ákvörðun um að vera rólegasti maðurinn á bekknum“ Stjarnan vann 0-1 sigur gegn FH þar sem Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir gerði sigurmarkið. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 16:45
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 0-1 | Stjarnan hafði betur í Krikanum Stjarnan vann 0-1 sigur gegn FH í Krikanum. Leikurinn var ansi lokaður og liðin sköpuðu fá færi. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 16:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 0-0 | Blikar að missa af toppliðinu Breiðablik fékk ÍBV í heimsókn í dag í 17. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með markalausu jafntefli þar sem Blikar lágu á Eyjakonum allan síðari hálfleikinn, án þess þó að skora. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 16:30
Umfjöllun: Selfoss - Þór/KA 1-2 | Fallið blasir við Selfyssingum Þór/KA vann góðan 2-1 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Selfyssingar eru nú sjö stigum frá öruggu sæti og fallið blasir við liðinu. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 16:05
„Þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta“ Mikilvægi leiks Vals og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld dylst ekki Hólmari Erni Eyjólfssyni, varnarmanni fyrrnefnda liðsins. Valur þarf á sigri að halda í toppbaráttunni. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 11:31
Emil um endurkomuna: Hafði alltaf trú á sjálfum mér Sóknarmaðurinn Emil Atlason hafði alltaf trú á því að hann kæmi til baka eftir ítrekuð meiðsli. Hann blómstrar nú í Bestu deildinni í knattspyrnu og er með sjálfstraustið í botni. Íslenski boltinn 19. ágúst 2023 09:00
Samningi Ólafs við Breiðablik sagt upp Samningi Ólafs Kristjánssonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki hefur verið sagt upp. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net. Íslenski boltinn 18. ágúst 2023 16:59
Soffía og Bergrós dæma í Færeyjum á morgun Íslensku dómararnir Soffía Ummarin Kristinsdóttir og Bergrós Lilja Unudóttir mæta með flautuna og flaggið til Færeyja á morgun. Þær skrifa með þessu söguna hjá íslenskum kvendómurum. Íslenski boltinn 18. ágúst 2023 16:31
Hafði gott af tilbreytingunni en boltinn aldrei langt undan Elín Metta Jensen er spennt fyrir komandi tímum hjá Þrótti en hún samdi við félagið í vikunni og tók í leiðinni fótboltaskóna af hillunni. Hún snýr því aftur á völlinn eftir fyrsta fótboltalausa sumarið í fjöldamörg ár. Íslenski boltinn 18. ágúst 2023 08:31
Bestu mörkin: Rætt um ótrúlegt gengi FH eftir erfiða byrjun Nýliðar FH í Bestu deild kvenna hefur án nokkurs vafa verið spútniklið tímabilsins til þessa. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar og gengi liðsins var rætt í Bestu mörkunum í gær. Fótbolti 17. ágúst 2023 23:30
Bikarmeistararnir gerðu jafntefli í Mosfellsbænum Afturelding og bikarmeistarar Víkings gerðu 2-2 jafntefli í Lengjudeild kvenna í kvöld. Þá vann Fylkir stórsigur á Augnabliki og er líka með í baráttunni. Fótbolti 17. ágúst 2023 21:31
Vikingar með markatöluna 13-2 í fjórum undanúrslitaleikjum á fimm árum Víkingsliðið er komið í bikarúrslitaleik karla í fjórðu bikarkeppninni í röð en Víkingar hafa unnið alla bikartitla í boði frá árinu 2019. Íslenski boltinn 17. ágúst 2023 16:00
„Skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi“ Bestu mörkin gagnrýna gluggann hjá kvennaliði Breiðabliks sem hefur ekki styrkt sig neitt að ráði fyrir lokabaráttuna um Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að vera að missa leikmenn í meiðsli og út í skóla til Bandaríkjanna. Íslenski boltinn 17. ágúst 2023 14:01
Ósammála Rúnari: „Menn reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ósammála ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um meintan grófleika Víkinga eftir leik liðanna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Hann skilur þó af hverju Rúnar lét ummælin falla. Íslenski boltinn 17. ágúst 2023 13:31
Hitti Þróttara sem voru að kafna úr gleði yfir Elínu Mettu Elín Metta Jensen kom mörgum á óvart þegar hún setti fótboltaskóna á hilluna í fyrrahaust, þá aðeins 27 ára gömul. Það fagna því margir því að sjá eina af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar kvenna á Íslandi snúa aftur inn á völlinn. Íslenski boltinn 17. ágúst 2023 10:01
Vill finna ástríðuna á ný og afsanna hrakspár annarra í sinn garð Markahrókurinn Steven Lennon telur sig hafa leikið sinn síðasta leik fyrir FH. Á næstu vikum ætlar hann að sanna fyrir fólki að fótboltatöfrarnir lifi enn í sér. Íslenski boltinn 17. ágúst 2023 08:00
„Leikir sem voru að detta með þeim í upphafi móts eru ekki að detta með þeim núna“ Lið Keflavíkur situr í fallsæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu stöðu liðsins í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport. Fótbolti 17. ágúst 2023 07:00
Allt jafnt í markaleik á Nesinu Grótta og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið. Fótbolti 16. ágúst 2023 21:10
Njarðvík úr fallsæti og Afturelding heldur áfram að tapa stigum Njarðvík er komið úr fallsæti Lengjudeildarinnar í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á Selfossi í kvöld. Topplið Aftureldingar gerði jafntefli við Vestra og hefur ekki náð sigri í síðustu fjórum leikjum. Fótbolti 16. ágúst 2023 20:31
Chloe, Helena og Sísí klára sumarið með Eyjakonum Eyjakonur unnu mikilvægan sigur í Bestu deild kvenna í gærkvöldi og náði fyrir vikið þriggja stiga forskoti á Keflavík í baráttunni um öruggt sæti í deildinni. Íslenski boltinn 16. ágúst 2023 16:46
Víkingar geta slegið KR út úr bikarnum þriðja árið í röð Víkingur og KR mætast í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta en í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á móti KA. Íslenski boltinn 16. ágúst 2023 16:01