Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Hvar eru Garðbæingar?“

Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eiginkona mín tók því alls ekki vel“

Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eins og við værum yfirspenntar“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, segir að jafntefli hafi líklega verið sanngjörn úrslit í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Stjörnukonur komust yfir á 60. mínútu en Blikar jöfnuðu tíu mínútum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Sel­foss 2-0 | Heima­liðið upp úr fall­sæti en gestirnir í vondum málum

FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 0-0 | Markalaust í Keflavík

Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun þar sem bæði lið fengu þó nokkur dauðafæri til að komast yfir og það var með hreinum ólíkindum að það hafi verið markalaust í hálfleik. Gangur leiksins breyttist síðan algjörlega í síðari hálfleik þar sem bæði lið voru í tómum vandræðum með að skapa sér færi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birgir: Draumur hjá mér að vinna þennan bikar

Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri KA á Grindavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á Akureyri í dag. Birgir var kampakátur strax eftir leik sér bikarúrslitin í hyllingum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ekki eitt­hvað sem allir for­eldrar myndu leyfa“

Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki settust niður með Helenu Ólafsdóttur til að hita upp fyrir 7. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena nýtti tækifærið til að kynnast þeim betur og komst að því hversu ung Sædís var þegar hún neyddist til að flytja í Garðabæ til að geta spilað fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“

Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Held ég sé mjög van­metinn“

„Ég var náttúrulega hafsent sem leyfði öðrum að njóta sín því ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði miðvörðurinn fyrrverandi Grétar Sigfinnur Sigurðarson í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark, á dögunum.

Íslenski boltinn