Flutningaskip Eimskips strandaði í Noregi í gærkvöldi Flutningskipið Polfoss, sem er í eigu Eimskips, strandaði í gærkvöldi við eyjuna Skorpa í Kristiansund í Noregi. Samkvæmt NRK varð skipið vélarvana. Innlent 14. janúar 2022 08:32
Ragnar Þór segir þróun hlutabréfaverðs ekki til marks um áhyggjur fjárfesta af launahækkunum Formaður VR segir kröfugerð félagsmanna VR inn í kjaraviðræður vera í fullum gangi og stefnt að því að hún verði klár á vormánuðum. Innherji 14. janúar 2022 07:01
Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. Viðskipti innlent 13. janúar 2022 11:12
Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. Innherji 13. janúar 2022 10:35
Telur tækifæri í hagstæðari fjármögnun Síldarvinnslunnar Þrátt fyrir að allt stefni í að árið 2022 verði magnað ár í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa aflaheimildir í loðnu, eins og meðal annars Síldarvinnslan, þá þarf að hafa í huga að veiðar geta gengið misjafnlega vel. Innherji 12. janúar 2022 17:48
Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. Viðskipti innlent 12. janúar 2022 09:23
Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. Innlent 11. janúar 2022 23:45
Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. Innherji 11. janúar 2022 12:09
Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna. Innherji 10. janúar 2022 09:01
Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. Innlent 10. janúar 2022 00:53
Ekki þurft að fljúga tómum vélum vegna reglna ESB Nýverið greindi Lufthansa Group frá því að samstæðan sæi fram á fljúga minnst átján þúsund flugferðir í vetur sem það myndi undir eðlilegum kringumstæðum vilja fella niður vegna fárra farþega. Viðskipti innlent 8. janúar 2022 23:53
Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair Group. Einnig hefur Rakel Óttarsdóttir verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá félaginu. Viðskipti innlent 7. janúar 2022 14:14
Sylvía hættir hjá Origo Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 7. janúar 2022 13:50
Guðni í Apple umboðinu kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Félagið GE Capital í eigu Guðna Rafns Eiríkssonar, fjárfestis og eiganda Apple umboðsins á Íslandi, hefur bæst við hluthafahóp Skeljungs með kaupum á rétt yfir fimm prósenta hlut. Innherji 7. janúar 2022 09:42
Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. Innlent 6. janúar 2022 16:06
Vogunarsjóðurinn Taconic kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem var stærsti hluthafi Arion banka um nokkurt skeið, hefur keypt rúmlega fimm prósenta hlut í Skeljungi sem rekur meðal annars 60 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi. Innherji 6. janúar 2022 14:24
Jón Arnór Stefánsson ráðinn til Fossa markaða Jón Arnór Stefánsson, sem var besti körfuknattsleiksmaður Íslands um langt árabil, hefur haslað sér völl á nýjum starfsvettvangi og verið ráðinn til verðbréfafyrirtækisins Fossa markaða. Innherji 5. janúar 2022 18:07
Veðtökuhlutfallið hefur ekki verið lægra um árabil í Kauphöllinni Veðsetning hlutabréfa í Kauphöllinni hefur ekki verið minni í meira en fjögur ár ef hún er sett í samhengi við heildarmarkaðsvirði skráðra félaga. Þetta má lesa úr nýbirtum tölum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar yfir veðsetningu hlutabréfa. Innherji 5. janúar 2022 14:01
Birna Ósk um Boga Nils: „Hann tók þetta allt á kassann og hélt áfram“ Við upphaf kórónuveirufaraldursins gat enginn séð fyrir hversu mikil áhrif hann myndi hafa og hversu lengi faraldurinn myndi vara. Innherji 5. janúar 2022 11:01
Hlutabréfasjóður hjá Íslandssjóðum skaraði fram úr með 60% ávöxtun Sjóðurinn IS EQUUS Hlutabréf, sem er í rekstri Íslandssjóða, var með hæstu ávöxtun allra hlutabréfasjóða á árinu 2021 en hann skilaði sjóðsfélögum sínum tæplega 60 prósenta ávöxtun. Aðrir hlutabréfasjóðir, sem eru einnig opnir fyrir almenna fjárfesta, voru með ávöxtun á bilinu 35 til 49 prósent á síðasta ári. Innherji 5. janúar 2022 07:01
Smit greindist hjá áhöfn Icelandair eftir flug frá Washington D.C. milli jóla og nýárs Smit kom upp hjá áhöfn Icelandair sem flaug hingað til lands frá Washington D.C. 27. desember síðastliðinn. Heimildir Vísis herma að öll áhöfnin hafi reynst smituð af Covid-19 utan flugstjórans en þetta hefur ekki fengist staðfest hjá Icelandair. Innlent 5. janúar 2022 06:28
Fella niður flug á fimmtudag Vegna þess vonskuveðurs sem spáð er í Keflavík næstkomandi fimmtudag mun Icelandair seinka eða aflýsa tilteknum flugferðum þann daginn. Farþegar munu fá nákvæmar leiðbeiningar um breytingarnar og næstu skref. Innlent 4. janúar 2022 20:52
Birna Ósk: Skortur á fólki með þriggja til fimm ára starfsreynslu Það er skortur hér á landi á fólki með um þriggja til fimm ára starfsreynslu sem nýst getur í stjórnunar- eða sérfræðistörf eða til þess að þjálfa starfsmenn sem hafa nýlega lokið háskólanámi. Innherji 4. janúar 2022 17:34
Stærsti hluthafinn selt í Play fyrir um milljarð en keypt í Icelandair Akta sjóðir, sem voru á meðal þeirra fjárfesta sem leiddu fjármögnun Play á árinu 2021, hafa á síðustu þremur mánuðum selt yfir þriðjung allra bréfa sinna í flugfélaginu. Innherji 4. janúar 2022 13:00
Gildi selur í Eimskip fyrir nærri milljarð Gildi, þriðji stærsti hluthafi Eimskips, minnkaði hlut sinn í félaginu um tæplega eitt prósent í liðnum mánuði og fer eftir söluna með rúmlega ellefu prósenta eignarhlut. Innherji 4. janúar 2022 07:00
Sjóðir Akta bæta enn við sig í Sýn og fara með yfir 7 prósenta hlut Fjárfestingasjóðir í stýringu Akta hafa á innan við þremur mánuðum keypt samanlagt um 7,3 prósenta hlut í fjarskiptafyrirtækinu Sýn og eru nú á meðal allra stærstu hlutahafa félagsins. Innherji 3. janúar 2022 18:31
Þjóðarsjóður Kúveit fjárfestir í fasteignafélaginu Eik Þjóðarsjóður Kúveit, einn stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, fjárfesti í fasteignafélaginu Eik fyrir vel á þriðja hundrað milljónir króna í síðasta mánuði. Innherji 3. janúar 2022 16:21
Öll fyrirtækin nema eitt í Kauphöllinni hækkuðu árið 2021 Verð á bréfum í Arion banka tvöfaldaðist árið 2021. Bréf í öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni gáfu á bilinu tíu til hundrað prósent ávöxtun. Verð á bréfum Solid Clouds lækkaði um fjórðung. Viðskipti innlent 3. janúar 2022 11:12
Innflæði í hlutabréfasjóði meira en fjórfaldast á milli ára Útlit er fyrir að hreint innflæði í innlenda hlutabréfasjóði á síðasta ári verði samtals um 30 milljarðar króna samhliða miklum verðhækkunum flestra skráða félaga í Kauphöllinni en til samanburðar nam það aðeins tæplega 7 milljörðum á öllu árinu 2020. Innherji 3. janúar 2022 09:47