
„Erum komnar til þess að fara alla leið“
Haukar tóku forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar þær lögðu Njarðvík af velli í Ólafssal með sjö stiga sigri 86-79. Haukar mættu með miklum krafti í kvöld.
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Haukar tóku forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar þær lögðu Njarðvík af velli í Ólafssal með sjö stiga sigri 86-79. Haukar mættu með miklum krafti í kvöld.
Haukar tóku á móti Njarðvík í fyrsta leik úrslitaeinvígis Bónus deild kvenna í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik voru það Haukar sem vörðu heimavöllinn með sterkum sjö stiga sigri 86-79.Viðtöl og uppgjör væntanlegt..
Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.
Eftir að Los Angeles Lakers féll úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt var LeBron James spurður út í framtíð sína. Þessi fertugi leikmaður var að klára sitt 22. tímabil í NBA.
Tímabilinu er lokið hjá Los Angeles Lakers eftir tap fyrir Minnesota Timberwolves, 96-103, í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Úlfarnir unnu einvígið, 4-1.
Eftir martraðargengi framan af leiktíð gætu Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín verið að komast bakdyramegin inn í úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, rétt í lok deildakeppninnar.
Stephon Castle, leikmaður San Antonio Spurs, var valinn nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta.
Slóvenski körfuboltastjarnan hjá Los Angeles Lakers, Luka Doncic, ætlar að borga allan kostnað við viðgerðir á minnismerki um Kobe Bryant í miðborg Los Angeles.
Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal.
Indiana Pacers tryggði sér sæti í undanúrslitum Austurdeildar NBA með eins stigs sigri, 119-118, á Milwaukee Bucks í framlengdum fimmta leik liðanna í nótt. Pabbi skærustu stjörnu Indiana hagaði sér eins og kjáni eftir leikinn.
Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta.
Sigtryggur Arnar Björnsson eignaðist barn rétt áður en Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Sigtryggur Arnar var þó ekki á fæðingadeildinni og er klár í slaginn.
Það var pressa á báðum liðum í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Stólarnir þurftu að verja sinn heimavöll og gestirnir verða að sækja í það minnsta einn sigur norður en staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn í kvöld.
Tindastóll á stuðningsmenn víða og þar á meðal á hinu háa Alþingi þar sem Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, flutti ræður í Tindastólstreyju í tilefni dagsins.
Dómurum leiks Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves varð á í messunni undir lok leiks liðanna þegar Luka Doncic fékk ekki villu er Jaden McDaniels braut á honum.
„Ég vona bara að þessir aðilar fari alla leið og reyni að klára þetta verkefni sitt, að bola mér út, svo að þetta geti farið á eitthvað dómstig. Það er eiginlega það sem ég óska mér. Að ég fái einhvern tímann alvöru rannsókn.“ Þetta segir körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson í kjölfar skýrslu Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um hans störf.
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum.
Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala.
DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli.
Cleveland Cavaliers sýndi einstaka yfirburði þegar liðið sló út Miami Heat og kom sér í undanúrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta.
Það er alvarlegt mál að körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði.
Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld.
Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.
Grindavík minnkaði muninn í 2-1 í rimmu sinni við Stjörnuna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta með 91-105 sigri sínum í þriðja leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld.
LA Lakers er komið með bakið upp við vegginn í einvígi sínu gegn Minnesota Timberwolves í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Það vantaði ekki dramatíkina í leik NY Knicks og Detroit Pistons í NBA-deildinni í gær.
Milwaukee Bucks varð fyrir miklu áfalli í nótt þegar stórstjarna liðsins, Damian Lillard, meiddist og það að öllum líkindum alvarlega.
Hin bandaríska Brittanny Dinkins hrósaði liðsfélögum sínum í Njarðvík í hástert eftir að liðið sló út fráfarandi Íslandsmeistara Keflavíkur og kom sér í úrslitaeinvígi við Hauka í Bónus-deild kvenna í körfubolta.
Anthony Edwards og félagar í Minnesota Timberwolves eru langt komnir með að senda stjörnur LA Lakers í snemmbúið sumarfrí eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í gær.
Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89.