Tveir greindust með Covid-19 innanlands Tveir greindust með kórónuveiruna frá mánudegi til miðvikudags. Annar var utan sóttkvíar. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir að búið sé að ná utan um smitið sem var utan sóttkvíar. Innlent 1. júlí 2021 10:51
Smit hjá Fylki Leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla hefur greinst með kórónuveiruna en vefmiðillinn 433.is greinir frá þessu í kvöld. Íslenski boltinn 30. júní 2021 22:15
Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum. Innlent 30. júní 2021 21:01
Guðni fullbólusettur og hvetur fólk til að styðja bólusetningarherferð Unicef Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk í dag síðari sprautu bóluefnis AstraZeneca í dag. Þessu greinir hann frá á Facebook og skrifar að hann sé nú í hópi ríflega 65 prósenta Íslendinga sem eru orðnir fullbólusettir. Innlent 30. júní 2021 18:10
Krónan og viðskiptavinir leggja 8,3 milljónir króna til dreifingar bóluefna gegn COVID-19 Rúmar 8,3 milljónir króna söfnuðust í fjáröflunarátaki Krónunnar og viðskiptavina hennar, í samstarfi við átak UNICEF á Íslandi - Komum því til skila. Þær renna óskertar í söfnun UNICEF fyrir dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 í efnaminni ríkjum. Heimsmarkmiðin 30. júní 2021 17:07
„Þetta er ekki einu sinni vont“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var á meðal þeirra sem bólusettir voru með bóluefni AstraZeneca í dag. Um var að ræða bólusetningu með seinni skammti. Innlent 30. júní 2021 15:35
Skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða því Covid auki ójöfnuð Ný skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif telur aðgerða þörf til að sporna gegn auknum ójöfnuði. Innlent 30. júní 2021 14:18
Óvenjulegt að fólk kvarti og láti í sér heyra vegna bólusetninga Sóttvarnalæknir var bólusettur með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca í Laugardalshöll í dag. Hann kveðst ekki kvíðinn því að fá mögulega hausverk eða hita eftir sprautuna. Hann segir stefnt á að hefja bólusetningu barna 12 til 15 ára í haust. Innlent 30. júní 2021 14:17
Segir rannsóknir benda til að endurbólusetja þurfi Janssen-þega Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, segir góðar líkur vera á því að þeir sem hafi fengið bóluefni Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Rannsóknir bendi til að „allar líkur“ séu á að þurfi að endurbólusetja þennan hóp. Innlent 30. júní 2021 13:49
Hinn eini sanni b5 opnar í nýju húsnæði Skemmtistaðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árshlé á starfsemi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Bankastræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, þar sem Hverfisbarinn var áður til húsa. Viðskipti innlent 30. júní 2021 12:30
Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. Erlent 30. júní 2021 12:14
Sprenging í lýtaaðgerðum í heimsfaraldri „Fólk er auðvitað að horfa í myndavélina á fjarfundum og sjá þá allar hrukkur og augnpoka sem hanga yfir augnlokin,“ segir Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í samtali við Bítið í morgun. Lífið 30. júní 2021 11:33
Löng röð eftir bóluefni AstraZeneca Löng röð hefur myndast eftir bólusetningum í Laugardalshöll og nær hún langt upp á Suðurlandsbraut. Í dag er bólusett með seinni skammti af bóluefni AstraZeneca. Innlent 30. júní 2021 10:27
Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. Innlent 29. júní 2021 11:54
Geta valið hvort þeir láta bólusetja sig... en samt ekki Rússnesk stjórnvöld segja íbúum landsins frjálst að ákveða hvort þeir þiggja bólusetningu eður ei en margir eiga á hættu að missa vinnuna ef þeir segja nei. Erlent 29. júní 2021 11:52
Covid-19 út, klassískt kvef inn Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta. Innlent 29. júní 2021 11:29
Óvissa eftir að forsætisráðherrann segir 40 ára og yngri geta fengið AstraZeneca Ástralir eru nú sagðir óþreyjufullir gagnvart stjórnvöldum sem hafa komið á útgöngubanni í fjórum stórborgum í kjölfar fjölgunar Covid-smita síðustu daga. Bólusetningar ganga hægt og misvísandi skilaboð berast frá yfirvöldum. Erlent 29. júní 2021 07:46
FFP3 grímurnar veittu mun meiri vörn en skurðstofugrímurnar Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að því að svokallaðar FFP3 grímur veita umtalsvert meiri vörn en hefðbundar skurðstofugrímur. Samtök heilbrigðisstarfsmanna í landinu hafa löngum kallað eftir því að fá betri verndarbúnað. Erlent 29. júní 2021 07:07
„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. Innlent 28. júní 2021 19:22
Lengri vegalengdir Reykjavíkurmaraþonsins vinsælli eftir Covid „Það gengur bara vel að undirbúa Reykjavíkurmaraþonið og það er mikil gleði yfir því að það sé búið að aflétta öllum takmörkunum,“ segir Eyrún Huld Harðardóttir í markaðsdeild Íslandsbanka. Lífið 28. júní 2021 17:18
Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur. Erlent 28. júní 2021 16:59
Kórónuveirufaraldur reið yfir fyrir 20.000 árum Mannfólk kann að hafa átt við kórónuveirufaraldur á við þann sem nú geisar fyrir um 20.000 árum, ef marka má nýja rannsókn sem birtist í virtu líffræðitímariti í síðustu viku. Erlent 28. júní 2021 16:24
„Ég held að við eigum eftir að sjá meira af þessu“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smitin fimm sem greindust innanlands um helgina séu ekki þessi hefðbundnu innanlandssmit sem við höfum verið að sjá. „Þetta eru ferðamenn sem koma hér inn og eru að fá vottorð á leiðinni út úr landinu og greinast þá jákvæð.“ Innlent 28. júní 2021 11:36
Fimm greindust utan sóttkvíar um helgina Alls greindust fimm með kórónuveiruna innanlands utan sóttkvíar á föstudag og laugardag. Innlent 28. júní 2021 10:59
Stjörnulífið: Gleðilegt takmarkalaust sumar Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Lífið 28. júní 2021 10:31
Boða til neyðarfundar til að ræða útbreiðslu Delta-afbrigðisins Yfirvöld í Ástralíu hittast á neyðarfundi í dag til að ræða aukna útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu en undanfarið hefur Delta-afbrigðið svokallaða verið að sækja verulega í sig veðrið. Erlent 28. júní 2021 08:07
Ef allt gengur eftir verða ríflega 70 prósent fullbólusett í vikulok Um 36 þúsund manns munu fá seinni skammt af bóluefnum gegn Covid-19 í vikunni, ef áætlanir ganga eftir. Þá verða yfir 200 þúsund manns fullbólusettir í vikulok. Innlent 28. júní 2021 07:27
Forsætisráðherra undirbýr úttekt á aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum Forsætisráðherra segir mikilvægt að gerð verði úttekt á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum og að dreginn verði lærdómur af honum. Endanlegt fyrirkomulag úttektarinnar liggur ekki fyrir, en ráðherra lítur til nágrannalanda okkar. Innlent 27. júní 2021 18:35
Prófa bóluefni gegn Beta-afbrigðinu Bresk-sænski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur nú hafið prófanir á bóluefni gegn nýju afbrigði Covid-19, svokölluðu Beta-afbrigði veirunnar sem kennt er við Suður-Afríku. Erlent 27. júní 2021 16:13
Smit í herbúðum Króata Ivan Perisic mun ekki leika með króatíska landsliðinu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins er liðið mætir Spáni á Parken. Fótbolti 27. júní 2021 12:15
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent