Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Hrað­próf tekin í notkun hér á landi

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum.

Innlent
Fréttamynd

Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til

Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi.

Innlent
Fréttamynd

Delta-afbrigðið breiðir úr sér í Bandaríkjunum

Fjöldi þeirra sem hafa smitast af svokölluðu delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðustu vikum og er afbrigðið helsta ógnin við að takast muni að uppræta faraldurinn í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19

Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins.

Erlent
Fréttamynd

Færri eftirlegukindur skiluðu sér en vonir stóðu til

Aðeins 8.500 af 14.000 skömmtum af bóluefni Janssen gegn Covid-19 gengu út í Reykjavík í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni segir að búist hefði verið við fleiri eftirlegukindum í dag. Ungt fólk á aldrinum 24 til 33 ára mætir síst af öllum í bólusetningu hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Hætt að bólusetja í dag

Mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen var heldur dræm í dag. Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að dyrunum hafi verið lokað klukkan fjögur

Innlent
Fréttamynd

Fengu ómerktan vökva gegn Covid

Lögregla rannsakar nú ábendingar sem Lyfjastofnun barst um að einstaklingum hafi verið afhentur vökvi í ómerktu glasi með fyrirmælum um að hann skyldi nota til meðferðar og forvarnar gegn Covid.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti Jans­sen-dagur fyrir sumar­frí

Í dag verður bólusett með níu þúsund til tíu þúsund skömmtum af bóluefni Janssen við kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að boða hópa í bólusetningu samkvæmt þeirri handahófskenndu röð sem dregið var í fyrr í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Hótar að láta hand­taka þá sem ekki vilja bólu­setningu

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur hótað að láta handtaka hvern þann Filippseying sem ekki lætur bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá hefur hann gefið í skyn að fólk sem ekki er samvinnuþýtt með aðgerðum stjórnvalda til að halda faraldri veirunnar í skefjum eigi að yfirgefa ríkið.

Erlent
Fréttamynd

Bólu­efni á þrotum í fá­tækari ríkjum heims

Stór hluti af fátækari ríkjum heims sem fá bóluefni gegn kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið svokallaða hefur ekki fengið nægilegt magn af bóluefni sent til að ríkin geti haldið bólusetningaráætlunum sínum áfram.

Erlent
Fréttamynd

Hvar er seinni sprauta af Astra Zeneca?

Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri, einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í Covid-19 og sóttvörnum vegna kórónuveirunnar, veltir fyrir sér hvað dvelji Orminn langa: Seinni sprautuna af Astra Zeneca.

Innlent
Fréttamynd

Kórónuveiran hefur ekki hrakið fleiri í foreldrahús

Sú flökkusaga að kórónuveirufaraldurinn hafi orðið til þess að bresk ungmenni flúðu umvörpum aftur í foreldrahús á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Einstaklingum á aldrinum 18 til 34 sem búa í foreldrahúsum hefur þvert á móti fækkað.

Erlent
Fréttamynd

Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi

Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu

Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist.

Erlent
Fréttamynd

Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta

Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri.

Innlent
Fréttamynd

Palestínu­menn af­þakka bólu­efni frá Ísrael

Palestínsk yfirvöld hafa dregið sig út úr samningi við Ísrael en samkvæmt honum átti Palestína að fá minnst milljón skammta af Covid-19 bóluefni. Palestínumenn segja Pfizer-skammtana of nálægt því að renna út.

Erlent
Fréttamynd

Covid-19 og áhrif á heilbrigðisþjónustu

Heimsfaraldur Covid-19 hefur geisað síðasta eina og hálfa árið, með alvarlegum afleiðingum um heim allan. Milljónir hafa látið lífið og margfalt fleiri hafa misst nána ættingja. Fjöldi fólks er án atvinnu og ríkisstjórnir heims hafa þurft að grípa til kraftmikilla aðgerða til að draga úr efnahagslegum áhrifum faraldursins.

Skoðun