Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Aflétta öllum takmörkunum á föstudag

Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa

Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt  og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun

Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum.

Innlent
Fréttamynd

Óbólu­settir gætu á­fram sætt tak­mörkunum við landa­mærin

Lang­tíma­fyrir­komulag sótt­varna á landa­mærum verður til um­ræðu á ríkis­stjórnar­fundi á morgun. Þar má vænta mikilla til­slakana og jafn­vel al­gerra af­léttinga fyrir bólu­setta. Nokkrar út­færslur eru til skoðunar en sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólu­setta sem koma inn í landið.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta and­lát vegna Co­vid á Sjúkra­húsinu á Akur­eyri

Karlmaður á tíræðisaldri, sem var smitaður af Covid, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Hann lá inni vegna annarra veikinda en Covid en samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga sjúkrahússins er talið næsta víst að Covid-sýkingin hafi verið helsta dánarorsökin.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er hrædd um að þessi vika verði svo­lítið skrýtin“

Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. 

Innlent
Fréttamynd

Létta á reglum um ein­angrun og smit­gát fyrir starfs­menn

Land­spítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunar­vanda vegna fjölda smitaðra starfs­manna. Fram­vegis mega þrí­bólu­settir og ein­kenna­lausir starfs­menn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga ein­angrun.

Innlent
Fréttamynd

Justin Bieber er með Covid og frestar tónleikum

Söngvarinn Justin Bieber þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Las Vegas í gær með aðeins sólarhrings fyrirvara. Fulltrúi poppstjörnunnar staðfesti í samtali við People að ástæðan væri að Bieber greindist með Covid.

Lífið
Fréttamynd

Elísa­bet Breta­drottning með Co­vid

Elísa­bet Breta­drottning hefur greinst með kórónu­veiruna. Í til­kynningu frá bresku konungs­fjöl­skyldunni segir að hún sé með væg kvef­ein­kenni eins og er.

Erlent