„Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. Innlent 27. október 2020 18:54
Forseti FIFA með kórónuveiruna Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins [FIFA] greindist í dag með kórónuveruna. FIFA greindi frá þessu í fréttatilkynningu sem sambandið gaf út í dag. Fótbolti 27. október 2020 18:05
Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. Innlent 27. október 2020 18:00
Bein útsending: Katrín og Guterres fjalla um faraldurinn Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eru meðal þeirra sem taka þátt opnum fundi um kórónuveirufaraldurinn. Innlent 27. október 2020 16:57
Grímuskylda í Rússlandi og læknaverkfall á Spáni Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða og grímuskylda var tekin upp í Rússlandi. Erlent 27. október 2020 16:38
Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. Innlent 27. október 2020 15:14
Bendir á að ÍE hafi komist að annarri niðurstöðu en Bretarnir Hlutfall þeirra sem mældust með mótefni fyrir kórónuveirunni lækkaði um rúman fjórðung á þremur mánuðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna Imperial College í London. Erlent 27. október 2020 13:45
Þrefaldur ávinningur heimavinnu Veirufaraldurinn sem geisað hefur um heimsbyggðina, hefur heldur betur hrist upp í viðhorfi til heimavinnu. Skoðun 27. október 2020 13:31
Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Innlent 27. október 2020 13:18
Hvetur stjórnvöld til að huga betur að lagaheimildum sóttvarnaaðgerða Þar sem vinna er hafin við endurskoðun sóttvarnalaga telur umboðsmaður Alþingis ekki tilefni að svo stöddu til að fjalla almennt um gildandi lagaheimildir til þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 27. október 2020 12:42
Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Innlent 27. október 2020 12:06
„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. Innlent 27. október 2020 11:54
Býst við að ákvörðun um sjópróf verði tekin mjög fljótlega Formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða segist búast við því að niðurstaða um hvort sjópróf verði haldin í tengslum við smit um borð í vestfirskum frystitogara muni liggja fyrir mjög fljótlega. Innlent 27. október 2020 11:52
59 greindust með veiruna innanlands í gær Alls greindust 59 með veiruna innanlands í gær. Innlent 27. október 2020 11:01
Smit hjá Þór/KA Leikmaður Þórs/KA fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Íslenski boltinn 27. október 2020 10:01
Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Innlent 27. október 2020 08:38
Allir á Vogi á leið í sýnatöku Ef niðurstöður sýnatökunnar reynast góðar hefjast innlagnir á Vog að nýju. Innlent 27. október 2020 08:26
Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. Innlent 27. október 2020 07:00
Mikil mótmæli á Ítalíu vegna hertra aðgerða Til átaka kom í nokkrum stórborgum á Ítalíu þar sem hópar fólks höfðu safnast saman til að mótmæla hertum sóttvarnaaðgerðum og útgöngubanni. Erlent 27. október 2020 06:59
Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. Erlent 26. október 2020 23:25
Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. Innlent 26. október 2020 21:02
Heildartekjur Icelandair lækkuðu um 81 prósent Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ Viðskipti innlent 26. október 2020 20:12
Tveir af tuttugu og sjö farþegum Norrænu með smit Ekki er talin ástæða til að ætla að smit hafi borist í aðra um borð. Innlent 26. október 2020 18:46
Hælisleitendur á Ásbrú segjast sveltir og frelsissviptir Hælisleitendur á Ásbrú lýsa slæmum aðbúnaði þar. Þeir segja að þeim hafi verið meinað að yfirgefa herbergi sín án grímu og neitað um mat. Útlendingastofnun hafnar því að mestu. Innlent 26. október 2020 17:30
Valkvæðum skurðagerðum frestað Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. Innlent 26. október 2020 17:19
Út í hött að biðjast afsökunar Bjössi í World Class segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“. Innlent 26. október 2020 15:55
TBR opnar dyrnar með ströngum reglum Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Innlent 26. október 2020 15:52
Hríðversnandi staða í Evrópu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni og hertar takmarkanir voru kynntar á Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 26. október 2020 15:39
Veiran veldur vandræðum hjá Milan Tveir leikmenn AC Milan fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Fótbolti 26. október 2020 15:31
Herða takmarkanir í Osló Borgaryfirvöld í norsku höfuðborginni Osló hafa tilkynnt um hertar samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldursins. Nýjar reglur og tilmæli voru kynntar á blaðamannafundi borgarstjórans Raymond Johansen í hádeginu og munu taka gildi á fimmtudag. Erlent 26. október 2020 14:29