
Vonar að lyfjafyrirtækin hætti að einblína á gróða
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ástæðu til að búast við því að bóluefni gegn kórónuveirunni verði komið á markað í byrjun næsta árs.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ástæðu til að búast við því að bóluefni gegn kórónuveirunni verði komið á markað í byrjun næsta árs.
Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi.
Átta nemendur við Tjarnarskóla hafa greinst með kórónuveirusmit.
Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni.
Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið.
Alls eru nú 184 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og 35 í einangrun, að því er fram kemur á vef spítalans. Starfsmönnum í sóttkví hefur fjölgað lítillega síðan í gær en fjöldi í einangrun helst sá sami.
Flokksráðsfundur Miðflokksins verður haldinn í dag. Kórónuveirufaraldurinn verður fyrirferðamikill í umræðum dagsins.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni.
Af þeim 38 sem greindust voru 20 í sóttkví við greiningu.
Neytendastofa vekur á athygli á innköllun á andlitsgrímum sem meðal annars hafa verið seldar í verslunum Krambúðarinnar, Nettó, Kjörbúðarinnar og Iceland. Ekki er talið að grímurnar hafi mikið sóttvarnalegt notagildi.
Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica.
Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna.
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er smitaður af Covid-19 og segist hann aldrei hafa verið jafn veikur áður. Þetta kom fram í þættinum FM95BLÖ á FM 957 seinni hluta dags.
Þetta segir ráðherra spurð hvort hún telji þörf á hertum aðgerðum vegna fjölda smita en 341 hafa greinst með veiruna síðustu 9 daga.
Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum.
Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem felur í sér að öllum vínveitingastöðum verði skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum eins og almennt tíðkast á veitingahúsum og kaffihúsum.
Heill bekkur í 3. bekk í Melaskóla er kominn í sjö daga sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna.
Við uppgang og útbreiðslu Covid-19 veirunnar um heiminn, hefur staðan og horfur í efnahagsmálum versnað mikið á Íslandi.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti.
Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar.
Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví.
Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum.
Kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro sem halda átti í febrúar á næsta ári hefur nú verið frestað í ljósi kórónuveirufaraldursins.
Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.
Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára.
Grunnskóla Hornafjarðar hefur verið lokað fram að helgi eftir að kennari við skólann greindist smitaður af Covid-19.