Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Erlent 6. ágúst 2020 10:59
Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um þær leiðbeiningar sem gefnar verða út í haust í samstarfi Kauphallar, Hinsegin daganna og Samtakanna 78. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og stofnunum. Atvinnulíf 6. ágúst 2020 09:00
Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Erlent 6. ágúst 2020 07:33
Fráleit hugmynd að hverfa frá sóttvarnaraðgerðum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir ljóst að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Innlent 5. ágúst 2020 20:48
Líklegt að Ísland lendi á rauðum listum Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Innlent 5. ágúst 2020 15:22
Háskóli Íslands kom 10 milljóna króna sjóði á fót fyrir stúdenta í bágri fjárhagsstöðu Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta settu á fót tíu milljóna króna stuðningssjóð í byrjun sumars til að bregðast við bágri stöðu stúdenta við skólann sem búsettir eru á Stúdentagörðum og eru í miklum greiðsluvanda. Innlent 5. ágúst 2020 15:00
Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Innlent 5. ágúst 2020 14:55
Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. Innlent 5. ágúst 2020 13:50
Góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Innlent 5. ágúst 2020 13:31
Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. Viðskipti innlent 5. ágúst 2020 13:15
Öðru norsku skemmtiferðaskipi bannað að hleypa farþegum frá borði Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Erlent 5. ágúst 2020 12:36
Loka Aberdeen eftir mikla fjölgun smitaðra Yfirvöld í Skotlandi hafa gripið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða og ferðatakmarkana í borginni Aberdeen eftir að þeim sem smitast hafa af Covid-19 hefur fjölgað mjög mikið að undanförnu. Erlent 5. ágúst 2020 12:28
Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. Innlent 5. ágúst 2020 11:30
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Erlent 5. ágúst 2020 11:18
Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. Innlent 5. ágúst 2020 11:12
Segir ríkisstjórnina hafa farið of seint af stað gegn veirunni Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra, segir stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar og sakar þá jafnframt um að hafa látið stefnumálin ekki skipta neinu máli. Innlent 5. ágúst 2020 09:14
Telur að hætta eigi „skaðlegum sóttvarnaaðferðum“ Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann telur að láta eigi af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Innlent 5. ágúst 2020 09:09
Lokuðu í miðjum faraldri og opna ekki aftur Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. Viðskipti innlent 5. ágúst 2020 09:00
Ísland gæti verið á leið á rauða lista nokkurra Evrópuþjóða Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar. Innlent 4. ágúst 2020 21:15
„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Innlent 4. ágúst 2020 19:30
Of snemmt að fagna Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús. Fréttir 4. ágúst 2020 19:07
Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. Innlent 4. ágúst 2020 18:01
KSÍ frestar öllum leikjum til 7. ágúst eftir fund með Almannavörnum Stjórn KSÍ fundaði í dag með fulltrúum Almannavarna um framtíð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Íslenski boltinn 4. ágúst 2020 15:22
Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. Innlent 4. ágúst 2020 15:18
200 viðskiptavinir algjört hámark Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Innlent 4. ágúst 2020 15:13
Skimunartjald rís við Suðurlandsbraut Unnið er að því þessa stundina að koma upp tjaldi við Orkuhúsið við Suðurlandsbraut, þar sem ökumenn geta farið í kórónuveirupróf. Innlent 4. ágúst 2020 15:03
Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst. Erlent 4. ágúst 2020 14:59
Endurtaka sig fyrir unga fólkið Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa. Innlent 4. ágúst 2020 14:30
Svona var 94. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14. Innlent 4. ágúst 2020 13:38
Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Erlent 4. ágúst 2020 13:21