Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Fimmtíu og átta greindust með Covid-19

Fimmtíu og átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og sex á landamærunum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. 32 þeirra sem greindust með veiruna voru í sóttkví við greiningu, sem er rúmur helmingur. Hlutfallið hefur verið svipað undanfarna daga. 

Innlent
Fréttamynd

Talsvert um að fyrirtæki hafi frestað árshátíðum fram yfir áramót

Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðarfyrirtækja, segir að flest stærri fyrirtæki hafi frestað árshátíðum sínum fram yfir áramót. Engu að síður sé stór skemmtanahelgi fram undan og það sé sérstakt fagnaðarefni að sjá að flestir setji það sem skilyrði að fólk taki hraðpróf - enda sé forsenda fyrir því að fá að halda samkvæmi að smit séu í lágmarki. 

Innlent
Fréttamynd

Uppselt í fjölmargar sólarlandaferðir

Mikil aðsókn er í ferðir til sólarlanda um jólin. Þar standa hæst ferðir til áfangastaðanna Tenerife, Kanarí og Alicante. Uppselt er í fjölmargar skipulagðar ferðir yfir hátíðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Heimila bólu­setningu ungra barna í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Níu greinst með veiruna eftir við­burða­hrað­­próf í vikunni

Stór skemmtanahelgi virðist framundan þrátt fyrir mikla uppsveiflu í faraldrinum þar sem aldrei hafa fleiri mætt í hraðpróf vegna viðburða hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en í dag. Um sexleytið höfðu 2300 mætt í hraðpróf, þar af langstærstur hluti í viðburðapróf. Fyrir daginn í dag höfðu 2342 komið í viðburðahraðpróf í vikunni, þar af greindust níu með kórónuveiruna.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­bjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra

Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi.

Innlent
Fréttamynd

Kórónu­veiran í sókn í Evrópu

Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi

Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast.

Innlent
Fréttamynd

Leiðrétting frá Þórólfi: Níu fullbólusett börn greinst með Covid-19

Níu af rúmlega 12 þúsund fullbólusettum börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára hafa greinst með Covid-19, eða 0,07 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir frá þessu og leiðréttir þar með upplýsingar sem bárust frá heilbrigðisráðuneytinu fyrr í vikunni þar sem sagði að ekkert barn í umræddum hópi hafi greinst með Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum bara að treysta fólki“

Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina.

Innlent
Fréttamynd

78 greindust innan­lands í gær

78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að á­vísa lyfinu I­ver­mectin við Co­vid-19

Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn

Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun

Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun.

Innlent