
Lokuðu veitingastað án rekstrarleyfis
Lögregluþjónar lokuðu veitingastað á miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Grunur lék á að staðurinn væri án rekstrarleyfis og þegar starfsmenn gátu ekki framvísað slíku var þeim gert að loka staðnum tafarlaus.
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Lögregluþjónar lokuðu veitingastað á miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Grunur lék á að staðurinn væri án rekstrarleyfis og þegar starfsmenn gátu ekki framvísað slíku var þeim gert að loka staðnum tafarlaus.
Maður sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í apríl hefur verið úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald. Maðurinn var handtekinn þann 27. apríl og hefur verið í haldi síðan þá en nú var tveimur vikum bætt við.
Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórt fjársvikamál sem lýtur að úttektum á vörum. Mikið af vörunum eru heimilistæki og útivistarvörur og verðmætið hleypur á tugum milljóna króna.
Yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra segir leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu langstærsta viðburðinn sem íslensk lögregluyfirvöld hafa skipulagt. Hann segir að um hundrað sérfræðingar séu hér frá lögregluyfirvöldum á norðurlöndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgarbúum í hástert fyrir að hafa farið eftir reglum.
Stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. Lögregla þakkar allar ábendingar og upplýsingar sem bárust.
Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna dauða karlmanns sem varð konu að bana á Blönduósi í ágúst í fyrra. Þetta staðfestir verjandi í málinu við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.
Bílnum sem ekið var inn í Sauðárkróksbakarí í gærmorgun var stolið úr teiti. Eigandinn telur að tjón sitt sé um 700 þúsund krónur.
Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið.
Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi.
Ökumaður og farþegi bifreiðar voru fluttir með sjúkrabíl af vettvangi bílslyss þar sem tveir bílar skullu saman í Grafarvogi. Áverkar þeirra voru minniháttar en báðar bifreiðarnar voru óökufærar og voru dregnar af vettvangi.
Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál og að maður veittist að fólki með öxi í Grafarvogi. Lögregla telur að öxinni hafi ekki verið beitt gegn fólki á vettvangi.
Ökumaður ók á grindverk í Kópavogi í dag. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ökumanninn hafa misst stjórn á bifreiðinni, engin slys hafi orðið á fólki.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar hrossaþjófnað á bóndabæ í Arnarfirði. Um er að ræða sama hross og gert var tilraun til að ræna í fyrrinótt.
Persónuvernd hefur til meðferðar eitt kvörtunarmál er varðar uppflettingar starfsmanns lyfjaverslunar á upplýsingum um tvo einstaklinga í lyfjagátt. Þetta kemur fram í svörum Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu.
Bandarískur karlmaður grunaður um nauðgun í ársbyrjun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí. Talið er nauðsynlegt að halda honum innan veggja fangelsis þar sem hann hefur endurtekið reynt að komast úr landi þrátt fyrir farbann. Karlmaðurinn spilaði ruðning á Íslandi árið 2022.
Lögreglan á Vestfjörðum var kölluð til í gærkvöldi á bóndabæ þar sem hross hafði verið fjarlægt án heimildar eiganda.
Samskiptatölvu sjö ára drengs með einhverfu var stolið í nótt úr vinnuskúr föður hans. Pabbi hans biðlar til almennings um upplýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftirmálar.
Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjölþáttaógnir.
Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í lok apríl hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum.
Fjölþáttahernaður gegn Íslandi á átakatímum gæti haft mikil áhrif og einsýnt sé að efla verði viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar árásir kunna að valda.
Tilkynnt var um 123 kynferðisbrot til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum sem eru fjórðungi færri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin á undan. 42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum eru undir átján ára.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í sjoppu í nótt.
Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt.
Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina.
Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi.
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun.
Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar vegna ónæðisseggja og tvær tilkynningar vegna flugeldafikts á vaktinni í gærkvöldi og nótt.