Handtóku mann og losnuðu svo ekki við hann Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 07:41 Maðurinn fékk að gista á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir ómakið. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynning hafi borist vegna slasaðs manns í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn verið þar með fulla meðvitund en augljóslega undir miklum áhrifum áfengis. Honum hefðu verið meinaður aðgangur að veitingastað, þar sem hann ætlaði að nálgast jakkann sinn. Snerist hugur Maðurinn hafi verið ógnandi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu og hann því fluttur úr aðstæðunum á lögreglustöð til frekari viðræðna. Þar hafi hann rætt við vakthafandi varðstjóra um málsatvik, sem hafi verið afar óljós vegna ölvunar. Þá hafi hann verið hvattur til þess að fara heim til sín að hvíla sig, sem hann hafi og samþykkt. Hann hafi því verið laus úr haldi lögreglu og honum fylgt út af lóð lögreglu. „Snerist honum greinilega hugur, gekk inn á lokað svæði lögreglu og byrjaði að berja á dyr lögreglustöðvarinnar.“ Settist niður og neitaði að fara Lögreglumenn hafi þá gefið sig aftur á tal við manninn og sannfært hann um að fara heim að hvíla sig. Að viðræðum loknum hafi viðkomandi farið út af athafnasvæði lögreglunnar, sest í innkeyrslu lögreglustöðvarinnar og neitað að fara. „Sökum ástands var ákveðið að vista hann fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu en það var mat varðstjóra að aðilinn væri ekki hæfur til þess að vera einn og óstuddur meðal almennings í því ölvunarástandi sem hann hafði komið sér í.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira