

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Segir tvo hafa ráðist á son hennar meðan þrír aðrir horfðu á
Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn þekkti árásarmennina ekkert og segir móðir hans árásina hafa haft veruleg áhrif á hann. Lögregla segir mál svipuð þessu hafa komið á sitt borð undanfarið.

Tilkynnt um hópslagsmál á skemmtistað í miðbænum
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um hópslagsmál á skemmtistað í miðbænum um klukkan eitt í nótt.

Gæti verið brot á kosningalögum og jafnvel hegningarlögum
Framboð E-listans í Reykjavík kemur til með að standa þó að einn frambjóðandi telji að undirskrift hennar við framboð hafi verið fölsuð. Forsvarsmenn listans kannast ekki við neina fölsun en frambjóðandinn gagnrýnir að þeir gangist ekki við broti sínu. Yfirkjörstjórn í Reykjavík mun vísa málinu til Héraðssaksóknara og fela þeim að kanna hvort um sé að ræða brot á kosningalögum eða jafnvel hegningarlögum.

Grunaður um nauðgun, ránstilraunir og líkamsárásir
Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um mörg brot á undanförnum vikum, þar á meðal nauðgun, ránstilraunir og líkamsárásir, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 8. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maður lést við Hengifoss
Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir voru kallaðar út að Hengifossi í norðanverðum Fljótsdal á öðrum tímanum í dag þegar tilkynning barst um veikan mann.

Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum
Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús.

Vopnað rán í apóteki í vesturbæ Reykjavíkur
Vopnað rán var framið í vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli
Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Þórður Snær segist ekki lengur geta setið undir óhróðri Páls
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson ætla að stefna Páli Vilhjálmssyni bloggara og framhaldsskólakennara fyrir meiðyrði.

Reyndi að fremja vopnað rán í verslun í Reykjavík
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í matvöruverslun í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann hafi reynt að fremja vopnað rán.

Grímuklæddir á rafskútum að stela gaskútum
Í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um fjóra einstaklinga á rafskútum sem voru að stela gaskútum í hverfi 108. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þeir grunuðu fundust ekki þrátt fyrir mikla leit lögreglu.

Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala
Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp.

Vöknuðu upp við tvo aðila inni á baðherbergi hjá sér
Í nótt vöknuðu húsráðendur í hverfi 108 við það að tveir aðilar væru að gramsa í skápum í baðherberginu þeirra. Þegar lögregla var komin á vettvang voru innbrotsþjófarnir horfnir og fundust ekki.

Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið
Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum.

Lenti í snjóflóði í Hlíðarfjalli
Björgunarsveitir á Akureyri voru kallaður út laust eftir klukkan eitt í dag eftir að skíðamaður lenti í snjóflóði fyrir ofan skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Skíðamaðurinn grófst ekki í flóðinu en slasaðist.

Tony Omos stefnir íslenska ríkinu
Lekamálið ætlar enn að draga dilk á eftir sér en nú hefur Tony Omos stefnt íslenska ríkinu og krefst fjögurra milljóna króna auk vaxta í skaðabætur.

Tæpar fimmtíu milljónir á viku: Óttast að ný bylgja netglæpa sé að hefjast
Á einni viku hafa þrjú íslensk fyrirtæki tapað samanlagt um 50 milljónum króna vegna árása netþrjóta á tölvupósthólf þeirra. Lögreglumaður hefur áhyggjur af því að slíkir glæpir séu aftur að ná sér á strik á Íslandi.

Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn
Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála.

Gaf upp kennitölu systur sinnar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af konu í annarlegu ástandi í Hafnarfirði í nótt.

Tilkynnt um líkamsárás í Grafarholti
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út um klukkan tvö í nótt vegna líkamsárásar í Grafarholti.

Leita að vitni að líkamsárás
Lögreglan á Vestfjörðum leitar að vitni að líkamsárás sem framin var aðfaranótt sunnudags 17. apríl. Málið er til rannsóknar hjá embættinu.

Handtók tvo menn vopnaða öxi í Árbæ
Lögreglan þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af tveimur mönnum í Árbæ sem voru á ferli í hverfinu í annarlegu ástandi vopnaðir öxi. Þeir voru settir í fangageymslu uns hægt verður að ræða við þá.

Telja hestinn hafa verið aflífaðan á mannúðlegan hátt
Sérfræðingar Matvælastofnunar telja að hesthöfuð, sem fannst á stöng við Esjurætur á föstudaginn, hafi verið af hesti sem var aflífaður með mannúðlegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST.

Alvarlega slasaður eftir að hafa fallið af vinnupalli í Þorlákshöfn
Maður slasaðist alvarlega eftir að hafa fallið af vinnupalli við malarhörpu við Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag.

Ölvaðir menn til vandræða
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var nokkuð um ölvaða menn til vandræða, bæði á bílum og á tveimur jafnfljótum.

Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar
Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu.

Bifreið ekið á þrettán ára stúlkur og stungið af
Um klukkan sjö í gærkvöldi var bifreið ekið á og í veg fyrir tvær þrettán ára stúlkur sem voru á hlaupahjóli. Ökumaðurinn flúði vettvang.

Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins
Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar.

Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri.

Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins
Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins.