
Lögreglan lýsir eftir konu á sjötugsaldri
Síðast er vitað um ferðir hennar í nágrenni Holtagarða í Reykjavík í gærmorgun.
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Síðast er vitað um ferðir hennar í nágrenni Holtagarða í Reykjavík í gærmorgun.
Ekki þótti tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa farið inn í Austurbæjarskóla á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar, platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð skólans, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði.
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, sem hann á að hafa framið fyrir rétt rúmu ári í Ísafjarðarbæ.
Lögregla á Suðurnesjum var kölluð til eftir að tilkynnt var um þjófnað á ferðatösku fyrir utan hótel í umdæminu um helgina.
Ökuníðingurinn sem stöðvaður var með naglamottu í Mosfellsbæ á tólfta tímanum í dag hafði mælst á rúmlega 200 km/klst hraða á Vesturlandsvegi við Hvalfjarðargöng.
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í Mosfellsbæ á tólfta tímanum í dag þar sem von var á ökumanni ofan af Akranesi sem ók bíl sínum langt umfram löglegan hámarkshraða.
Lögreglan á Suðurnesjum mældi ökumann á 134 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90.
Að sögn lögreglunnar var annars frekar rólegt í nótt og að mestu tíðindalítil.
Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar.
Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna.
Karlmaður á sextugsaldri sætir ákæru fyrir að hafa ölvunarakstur þann 11. maí 2015 í Reykjavík, ekið á ljósastaur og þaðan á brott án þess að nema staðar og tilkynna lögreglu um atburðinn.
21 árs karlmaður sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Götubarnum við Hafnarstræti á Akureyri í febrúar í fyrra.
Þrjú andlát voru þannig tilkynnt til embættisins í vikunni en lík tékknesks ferðamanns fannst við Vatnsfell á laugardag.
Maðurinn sem fannst látinn norðan Vatnsfells á Sprengisandsleið á föstudag var tékkneskur ferðamaður.
Lögregla fann hvorki hnífa né barefli í tengslum við átök unglingspilta við Salaskóla í Kópavogi í gær.
Lögreglunni barst í kvöld tilkynning um að ráðist hefði verið á unglinga við Salaskóla.
Tveir sitja nú í fangageymslum lögreglunnar á Norðurlandi vestra grunaður um að hafa haft í fórum sínum 80 grömm af kannabisefnum í söluumbúðum. Lögreglan vestra segir fíkniefnamálum í umdæminu hafi fjölgað gríðarlega.
Talsverðum verðmætum var stolið úr ferðatösku sem varð viðskila við eiganda sinn í flugi frá Manchester til Keflavíkur nýverið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í mann erlendan ferðamann eftir að tilkynnt var um að maður væri að brjóta rúðu í húsi við Skúlagötu á fjórða tímanum í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af samkvæmi á vegum vélhjólaklúbbs í húsi í Hafnarfirði. Lagt var hald á áfengi og fjármuni.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú líkfund eftir að vegfarandi um Sprengisandsleið kom að látnum manni utan vegar skammt norðan við Vatnsfell um 11:30 í gærdag.
Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði í gær ökumann fólksbifreiðar í því skyni að kanna ástand hans og ökuréttindi. Í kjölfarið fóru lögreglumennirnir á heimili mannsins þar sem umfangsmikil kannabisræktun átti sér stað.
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir nítján ára dreng.
Rúða var brotin og leikur grunur á að áfengi hafi verið stolið.
Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015.
Atvikið átti sér stað á Miklubraut.
Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni.
Búið er að taka skýrslu af manninum.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið erlenda konu sem stöðvuð var af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.