Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“

„Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“

Innlent
Fréttamynd

„Hauga­lygi að ég hafi ógnað ein­hverjum með byssu“

Hermann Ólafsson hobbýbóndi, fyrrverandi sjávarútvegsmaður og Grindvíkingur, er miður sín eftir að hafa fengið að kenna óþyrmilega á því: Handjárnaður, „blásaklaus“, settur í steininn og til að bíta hausinn af skömminni: Talinn hafa ógnað fólki með byssu.

Innlent
Fréttamynd

Beindi byssunni yfir höfuð björgunar­sveitar­manns

Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetja fólk til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk og aðra viðbragðsaðila. Allir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það er eftir að íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með byssu þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu

Björgunarsveitarfólki sem kom að rýmingu í Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í morgun var ógnað. Samkvæmt heimildum Vísis fengu björgunarsveitarmenn sem lentu í slíkum ógnunum sálrænan stuðning frá fulltrúum Rauða krossins.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Eld­gos hafið nærri Grinda­vík

Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Tók upp hníf eftir úti­stöður við mann á hóteli

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann með hníf á hóteli í Reykjavík. Maðurinn hafði lent í útistöðum við annan mann þegar hann tók upp hníf og ógnaði með honum. Skömmu síðar var maðurinn handtekinn á vettvangi og fluttur í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Síður með of­beldi barna spretti upp eins og gor­kúlur

Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir.

Innlent
Fréttamynd

Þremur vísað út af Land­spítalanum

Þremur einstaklingum var vísað út af Landspítalanum í dag af lögreglu. Maður sýndi ógnandi hegðun á bráðamóttökunni en tvö önnur voru í óleyfi á sjúkrahúsinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki náð að góma þjófa í dular­gervi

Þjófar, dulbúnir sem ferðamenn, hafa herjað á túrista bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi síðustu daga. Lögreglufulltrúi segir þjófana vel skipulagða og enginn þeirra hefur verið staðinn að verki. 

Innlent
Fréttamynd

Vara við þjófum sem dul­búa sig sem ferða­menn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík mál við Hallgrímskirkju og nágrenni hennar.

Innlent
Fréttamynd

Sigaði löggunni á blaðbera

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að reyna að komast inn til þess sem hringdi í Hafnarfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang og kom í ljós að um blaðburðarfólk væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varðhald tveggja stytt um tvær vikur

Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð.

Innlent
Fréttamynd

MAST kærir Kaldvík til lög­reglu

Matvælastofnun hefur farið fram á opinbera rannsókn lögreglu vegna meintra brota fiskeldisfyrirtækisins Kaldvík á Austfjörðum á lögum um velferð dýra. Þetta kemur fram á vefsíðu MAST.

Innlent
Fréttamynd

Aukin harka að færast í undirheimana

„Við höfum viljað vekja athygli á aukinni hörku í undirheimunum og samfélaginu,“ segir Skarphéðinn Aðalsteinn, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, en í gær greindi lögreglan frá þónokkrum ofbeldismálum sem hafa komið upp í umdæminu á undanförnum dögum og vikum.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla muni reyna að vera orðvarari í sam­ræðum á vett­vangi

Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu héraðsdóms í máli níu mótmælenda ramma vel inn það sem má og má ekki á mótmælum. Lögregla hafi í kjölfarið tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ekki sé líklegt að álíka mál komi aftur upp. Miklu máli skipti þó að valdbeiting lögreglunnar hafi verið dæmd lögmæt.

Innlent