

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita
Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði.

Báðir særðir eftir hnífstunguárás
Karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í Fossvogi í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt þeim sem hann réðst á en áverkar þeirra voru óverulegir.

Dofin eftir svefnlausa nótt
Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna.

Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl
Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri.

Játar að hafa stungið mann sem seldi honum lélegt kókaín
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars næstkomandi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur játað að hafa stungið mann, sem hafi selt lélegt kókaín í samkvæmi.

Íbúar á Eyrinni haldi sig innandyra vegna efnaleka
Íbúar á Eyrinni á Akureyri, sunnan við Furuvelli, eru beðnir um að halda sig innandyra og hafa glugga lokaða vegna efnaleka sem varð á Furuvöllum fyrr í dag.

Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir nokkuð annasama nótt. Nokkuð var um tilkynningar vegna einstaklinga í annarlegu ástandi, slagsmála og þjófnaða.

Grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir fjórum árum
Karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði myndum af á þriðjudag og óskar eftir að ná tali af er grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir um fjórum árum.

Eftirlitsmönnum MAST hótað af starfsmönnum matvælafyrirtækis
Matvælastofnun (MAST) hefur kært hótun gagnvart eftirlitsmönnum stofnunarinnar til lögreglu.

Góð ráð gegn innbrotum fyrir vetrarfríið
Algengt er að þjófar nýti sér árstíðabundin frí fólks eins og vetrarfrí í skólum, páskafrí og sumarfrí til að brjótast inn á heimili fólks. Í ljósi þess að nú eru margir farnir að pakka í töskur fyrir skemmtilegt ferðalag í vetrarfríi skólanna er ekki úr vegi að kynna sér leiðir til að minnka líkur á að óprúttnir innbrotsþjófar brjótist inn í fjarveru fjölskyldunnar.

Hvetja fólk til að svara ekki óþekktum erlendum númerum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir fjölmarga Íslendinga hafa á undanförnum dögum fengið símtöl úr númerum sem skráð eru í Sri Lanka eða Lúxemborg. Þau hefjast því á +352 og +94.

Lögreglan leitar manns
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum.

Fara af neyðarstigi og á hættu- og óvissustig
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara af neyðarstigi Almannavarna vegna eldgoss á Reykjanesskaga, þar sem búið er að lýsa yfir goslokum.

Palestínska fjölskyldan farin úr landi
Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands.

Barn lamið í höfuðið með skóflu
Tilkynnt var um slagsmál í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var mikill æsingur á vettvangi. Flytja þurfti einn á bráðamóttöku sem hafði verið laminn í höfuðið með skóflu. Barnavernd var gert viðvart um málið, þar sem hinn lamdi er ekki orðinn sjálfráða.

Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku palestínska flóttamenn
Fjöldi vopnaðra sérsveitamanna réðist inn á heimili Palestínumanna sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd hér á landi í morgun. Á heimilinu voru hjón og 23 ára gamall sonur þeirra. Þau voru handtekin og stendur til að senda þau til Grikklands.

Börn vopnuð exi og hníf
Lögregla hafði í tvígang afskipti af hópum ungmenna í gærkvöldi vegna vopnaburðar. Einn var vopnaður exi og annar hníf. Forráðamenn voru látnir vita og börnin látin laus.

Neyðarlínan komin aftur í gagnið
Neyðarlínan er komin aftur í gagnið, í hið minnsta símleiðis en enn er unnið að því að koma netspjalli aftur á auk innri kerfa. Þetta segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunar.

Bilun í símkerfi Neyðarlínunnar
Bilun er í símkerfi Neyðarlínunnar sem stendur og netspjallið virkar ekki.

Vaktin: Eldgosið í andarslitrunum
Eldgosið sem braust út í Sundhnúksgígaröðinni í gærmorgun virðist í andarslitrunum. Íbúar á Suðurnesjum verða að líkindum án heits vatns í húsum til sunnudags.

Lögreglan leitar að Daníel
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Daníeli Loga Matthíassyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Krónunni á Fiskislóð úti á Granda.

Hraunflæðið kemur á óvart
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun.

Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur
Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag.

Vaktin: Eldgos hafið við Sundhnúksgíga
Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn.

Hugsanlegt að öfgamenn á Íslandi verði hryðjuverkamenn
Hugsanlegt er að hér á landi séu einstaklingar, sem aðhyllast ofbeldisfulla og öfgafulla hugmyndafræði, gætu þróað með sér getu og ásetning til að fremja hryðjuverk. Þrátt fyrir það eru engar vísbendingar um að hryðjuverkahópar séu starfandi á Íslandi, né að samfélag öfgafullra trúarhópa hafi myndast á Íslandi.

Réðst á starfsmann vegna tveggja daga gamalla erja
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um líkamsárás í matvöruverslun í dag. Þar réðst viðskiptavinur að starfsmanni með hnefahöggi.

Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi
Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo.

Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík
Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík.

Ítalskur karlmaður handtekinn á Íslandi grunaður um barnaníð
Tæplega fimmtugur ítalskur karlmaður búsettur á Íslandi hefur verið handtekinn grunaður um að hafa brotið á að minnsta kosti fimmtíu ungum stúlkum.

Gæsluvarðhald yfir móðurinni framlengt um fjórar vikur
Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum, um fjórar vikur. Lögregla telur sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni.