Innlent

Þverárfjallsvegur lokaður vegna elds­voða í bíl

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þverárfjallsvegur er á Norðurlandi vestra, skammt frá Blönduósi. Myndin er úr safni.
Þverárfjallsvegur er á Norðurlandi vestra, skammt frá Blönduósi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Þverárfjallsvegur, sem er skammt frá Blönduósi er lokaður að svo stöddu vegna eldsvoða í bíl.

Þetta kemur fram í tilkyninngu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Unnið er að slökkvistarfi og rannsókn á vettvangi. Óvíst er hvenær vegurinn opnar aftur.

Snorri Geir Snorrason, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir að lögreglu hafi borist tilkynning um málið fyrir um hálfþrjúleytið í dag.

Hann telur að engin slys séu á fólki. Viðbraðgsaðilar séu enn að vinna á vettvangi. Hann segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×