Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um mann sem stóð við glugga fyrir utan stofu á heimili á höfuðborgarsvæðinu og starði inn. Hundurinn á heimilinu gerði húsráðanda vart. Innlent 25. júlí 2025 06:21
Launaði neitun á gistingu með löðrungi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling sem lamdi starfsmann hótels í hverfi 105. Starfsmaðurinn mun hafa neitað honum um gistingu. Innlent 24. júlí 2025 19:22
Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Starfsfólki Vínbúðarinnar í Austurstræti var gert að klára vinnudaginn sinn eftir að maður lést í versluninni í síðustu viku. Stjórnendur ÁTVR harma að svo illa hafi verið brugðist við en segja að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp næsta dag. Innlent 24. júlí 2025 15:03
Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þjófnað úr skartgripabúð, hvaðan þjófarnir komust með talsverð verðmæti í gær. Á mánudag var einnig tilkynnt um skartgripaþjófa á ferð. Málin eru sögð sambærileg en ekki liggur fyrir hvort þau tengist. Innlent 24. júlí 2025 13:36
Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið handtekinn af sérsveitinni í Garðabæ vegna gruns um skemmdarverk í Reykjavík. Síðar var greint frá að maður hefði verið handtekinn grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Um sama mann og sama mál er að ræða. Innlent 24. júlí 2025 12:11
Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli slasaðist lítillega þegar ekið var á hann í gær en ökumaður bifreiðarinnar lét sig hverfa. Lögregla hafði uppi á honum í gærkvöldi. Innlent 24. júlí 2025 06:20
Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Erlendur einstaklingur var handtekinn fyrir líkamsárás, hótanir og grun um mansal í Reykjavík í dag. Innlent 23. júlí 2025 21:20
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Innlent 23. júlí 2025 14:30
Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 14. ágúst. Innlent 23. júlí 2025 14:07
Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók karlmann í Urriðaholti í Garðabæ um klukkan 12:40 í dag. Hann er grunaður um eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 23. júlí 2025 13:29
Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á ráni og frelsissviptingu sem átti sér stað í Árbæ í gær. Enn er verið að leita að öðrum. Innlent 23. júlí 2025 12:23
Sökk í mýri við Stokkseyri Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar maður tók sig til og fór að losa stíflu í ánni í trássi við Sveitarfélagið Árborg en starfsmenn þess hafa séð um það verk þegar þess hefur þurft. Innlent 23. júlí 2025 10:38
Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt en einn var handtekinn vegna heimilisofbeldis og annar fyrir að áreita og hóta ungmennum og hóta lögreglumönnum. Innlent 23. júlí 2025 06:34
Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir meðlimi Skjaldar Íslands hafa hótað fólki, sér í lagi konum, sem hafi gagnrýnt framferði þeirra. Innlent 22. júlí 2025 21:05
„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Innlent 22. júlí 2025 19:01
Rán og frelsissvipting í Árbæ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um rán og frelsissviptingu í Árbænum í dag. Innlent 22. júlí 2025 17:10
Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. Innlent 22. júlí 2025 15:55
Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Aðstandendur samtakanna Skjaldar Íslands hafa vakið mikla athygli fyrir heit sín um að standa vörð um íslenska menningu og siði síðan þeir gengu einkennisklæddir um miðborgina síðasta föstudag. Hópurinn hefur einnig vakið athygli fyrir fasískar skírskotanir en hluti aðstandenda hópsins hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi og rán. Innlent 22. júlí 2025 15:52
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. Innlent 22. júlí 2025 12:00
Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi. Innlent 22. júlí 2025 11:03
Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tilkynningar um að minnsta kosti tvær líkamsárásir í gærkvöldi og nótt en í öðru tilvikinu voru fimm til sex menn sagðir hafa ráðist á einn. Innlent 22. júlí 2025 06:36
Árekstur á Rangárvallarvegi Tveggja bíla árekstur varð á þjóðveginum, nánar tiltekið á Rangárvallarvegi. Innlent 21. júlí 2025 21:42
Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í hverfi 105 í Reykjavík í dag. Þar eru tveir sagðir hafa ógnað öðrum með eggvopni. Innlent 21. júlí 2025 17:25
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. Innlent 21. júlí 2025 16:56
Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í dag og kvöld eftir karlmanni á fimmtugsaldri. Hann er nú fundinn heill á húfi. Innlent 21. júlí 2025 16:28
Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. Innlent 21. júlí 2025 15:24
Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. Innlent 21. júlí 2025 14:51
Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak. Innlent 21. júlí 2025 12:10
Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruðfalt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Innlent 21. júlí 2025 08:38
Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til eftir að sást til ungmenna að renna sér niður sirkustjaldið við Háskóla Íslands. Innlent 21. júlí 2025 06:52