
Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum: „Þetta er orðinn ansi dýr pakki“
Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum en verði þó enn mikil. Neytendur finna vel fyrir mikilli verðhækkun á matarkörfunni samhliða hækkunum á öðrum kostnaðarliðum. Fyrir foreldra með börn sé þetta til að mynda orðinn ansi dýr pakki.