KÍ Klaksvík áfram eftir að hafa unnið Häcken í vítaspyrnukeppni KÍ Klaksvík tryggði sér farseðilinn í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Klaksvík mætir Molde í næstu umferð. Sport 2. ágúst 2023 20:05
Oliver: Væri ekkert eðlilega gaman að heyra Parken þagna Oliver Sigurjónsson og félagar í Breiðabliki vita að þeir þurfa algjöran stórleik til að slá út FC Kaupmannahöfn út úr Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 2. ágúst 2023 14:16
Klæmint um tímann hjá Blikum: Upp og niður en á góðum stað núna Færeyski framherjinn Klæmint Andrason Olsen hefur upplifað margt á sínu fyrsta tímabili með Breiðabliki, allt frá því að komast ekki í leikmannahópinn í það að tryggja liðinu sigur á lokasekúndunum. Fótbolti 2. ágúst 2023 12:31
Telja 740 fermetra lykil að sigri Valgeirs og félaga Færeysku meistararnir í KÍ frá Klaksvík freista þess að halda sögulegu Evrópuævintýri sínu áfram með sigri gegn Svíþjóðarmeisturum Häcken í dag, í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 2. ágúst 2023 09:30
Ótrúleg dramatík í uppbótartíma í Ljubljana Ótrúlegar senur áttu sér stað í Ljúblíana í gær í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Matevž Vidovšek var hetja heimamanna þegar hann varði vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 2. ágúst 2023 07:02
Panathinaikos áfram í Meistaradeildinni Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos tryggðu sig áfram í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Dnipro-1. Fótbolti 1. ágúst 2023 19:28
Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. Fótbolti 27. júlí 2023 15:01
Valgeir Lunddal fékk gult spjald í markalausu jafntefli gegn Klaksvík Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í Häcken fóru til Færeyjar og mættu Klaksvík í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Sport 26. júlí 2023 20:45
Sjáðu mörkin og mistök Antons Ara í tapi gegn FCK í Meistaradeildinni Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar gerðu í gær góða ferð á Kópavogsvöll og unnu þeir tveggja marka sigur á heimamönnum í Breiðabliki er liðin mættust í fyrri leik sínum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 26. júlí 2023 14:17
„Það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum hundsvekktur eftir tap hans manna gegn FCK í kvöld í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið þurfi að bæta sig ef það ætlar sér að taka næsta skref í Evrópu. Fótbolti 25. júlí 2023 23:16
Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Fótbolti 25. júlí 2023 22:11
Umfjöllun: Breiðablik - FCK 0-2 | Dýrkeypt mistök á fyrstu sekúndum leiksins Íslandsmeistarar Blika tóku á móti Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Blikar gáfu gestunum mark á silfurfati í upphafi leiks. Fótbolti 25. júlí 2023 21:20
Hörður Björgvin og félagar í góðum málum í Meistaradeildinni Panathinaikos eru í góðri stöðu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 sigur á SC Dnipro 1 frá Úkraínu. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í miðri vörn Panathinaikos. Fótbolti 25. júlí 2023 20:04
Árni og félagar nældu í jafntefli á elleftu stundu Árni Vilhjálmsson og félagar í FK Zalgiris eru nokkurn veginn á byrjunarreit í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn Tyrklandsmeisturum Galatasary en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma. Fótbolti 25. júlí 2023 18:02
„Breiðablik er ekki með marga unga leikmenn og meðalaldur liðsins er frekar hár“ Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, á von á erfiðum leik gegn Breiðabliki í kvöld. Liðin mætast þá í fyrri leiknum í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli. Fótbolti 25. júlí 2023 15:02
Höskuldur: Mikil tilhlökkun í eiginlega öllu landinu Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið sjóðandi heitur í Evrópukeppninni í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum fjórum. Fótbolti 25. júlí 2023 13:30
„Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. Fótbolti 25. júlí 2023 12:00
„Haf á milli okkar og við sjáumst alltof sjaldan“ Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK. Fótbolti 25. júlí 2023 11:00
FCK sé ekki spennt fyrir því að spila í Kópavogi Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, kveðst spenntur fyrir leik Blika við FC Kaupmannahöfn. Hann stýrði Lyngby gegn dönsku meisturunum um helgina og þekkir vel til liðsins. Fótbolti 25. júlí 2023 08:32
Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. Fótbolti 24. júlí 2023 23:31
Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. Fótbolti 24. júlí 2023 22:31
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24. júlí 2023 16:00
Tapi Blikar fyrir FC Kaupmannahöfn fara þeir til Bosníu-Hersegóvínu eða Slóvakíu Búið er að draga í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þangað fara Íslandsmeistarar Breiðabliks falli þeir úr leik gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mætast í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24. júlí 2023 12:00
Blikar fá undanþágu Breiðablik má spila á Kópavogsvelli í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Sá leikur var alltaf að fara fram á Kópavogsvelli en viðureign Blika í 3. umferð, sama hvort væri um Meistara- eða Evrópudeild var í uppnámi. Fótbolti 21. júlí 2023 23:31
Íslensku liðin hafa unnið sjö af átta Evrópuleikjum sinum í ár Breiðablik og KA eru komin áfram í Evrópukeppnum sínum en Víkingar eru úr leik þrátt fyrir sigur í seinni leik sínum. Fótbolti 21. júlí 2023 12:01
Uppselt á mettíma gegn FCK: „Á sex mínútum voru allir miðar uppseldir í almennri sölu“ Það var uppselt á mettíma á leik Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar sem fram fer á Kópavogsvelli næsta þriðjudag. Eftir að almenn miðasala fór af stað var uppselt á aðeins sex mínútum. Kristján Ingi Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks, ræddi miðasöluna við Vísi. Sport 21. júlí 2023 06:31
Rekinn eftir tapið gegn Klaksvík Þjálfari ungverska knattspyrnuliðsins Ferencváros, Stanislav Chercheso, var látinn taka poka sinn eftir 0-3 tap gegn KÍ Klaksvík frá Færeyjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 20. júlí 2023 17:00
Mögnuð úrslit hjá Klaksvík sem tryggði sér sæti í annarri umferð Meistaradeildarinnar Færeyska liðið Klaksvík er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir magnaðan 3-0 sigur gegn Ferencvaros í Ungverjalandi í dag. Fótbolti 19. júlí 2023 19:00
Sjáðu frábært hlaup Jasons Daða og skemmtilegt skot Höskuldar gegn Shamrock Breiðablik vann Shamrock Rovers 2-1 í síðari leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. Blikar unnu fyrri leikinn í Írlandi 1-0 og einvígið því 3-1. Íslandsmeistararnir mæta stórliði FC Kaupmannahöfn í 2. umferð forkeppninnar. Fótbolti 19. júlí 2023 14:30
Blikar vígja nýtt gras á Parken Breiðablik mun vígja nýtt gras á Parken, heimavelli FC Kaupmannahafnar og dönsku landsliðanna í knattspyrnu, þegar Blikar mæta FCK í síðari leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 19. júlí 2023 13:32