Mancini: Manchester City getur unnið riðilinn Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar liði sínu ekki bara að komast áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir slaka byrjun því ítalski stjórinn hefur sett stefnuna á það að vinna riðilinn. City mætir spænska liðinu Villarreal á heimavelli í kvöld. Fótbolti 18. október 2011 12:15
Stuðningsmenn Bayern stungnir í Napóli Ítalska félagið Napoli tekur á móti Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld og geta bæði liðin setið í toppsæti riðilsins eftir leikinn. Bayern hefur farið á kostum á tímabilinu og er með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Meistaradeildarinnar. Fótbolti 18. október 2011 10:45
Rooney spilar leikinn í Rúmeníu í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gaf það út á blaðamannafundi að Wayne Rooney verði í byrjunarliðinu í leiknum á móti rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 18. október 2011 09:00
Mancini: Leikurinn gegn Villarreal stærri en sá á móti United Manchester-liðin þurfa bæði á sigri að halda í Meistaradeildinni í kvöld eftir slæm úrslit í síðustu umferð. Manchester United heimsækir rúmensku meistarana í Otelul Galati en Manchester City tekur á móti Villarreal. Fótbolti 18. október 2011 07:00
Carlos Tevez stendur við fyrri orð: Allt bara misskilningur Carlos Tevez ætlar ekki að viðurkenna neina sekt í deilumáli sínu við Manchester City og Argentínumaðurinn heldur því enn fram að hann hafi ekki neitað að koma inn á í Meistaradeildarleik liðsins á móti Bayern München í lok síðasta mánaðar. Enski boltinn 12. október 2011 20:05
Yfirlýsing Man. City: Hugsanlegt samningsbrot hjá Carlos Tevez Manchester City gaf frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni í kvöld þar sem félagið fer yfir stöðuna í máli Carlos Tevez sem lýkur tveggja vikna verkbanni sínu í kvöld. Enski boltinn 12. október 2011 18:30
Guardiola hugsar um að hætta með Barcelona-liðið á hverjum degi Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem þjálfari Barcelona en hann er og hefur alltaf verið harður á því að gera ekki langtímasamning við Barcelona þrátt fyrir að það sé mikill áhugi á því meðal forráðamanna félagsins. Fótbolti 7. október 2011 21:15
UEFA sektaði Barcelona fyrir að mæta of seint til seinni hálfleiks Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði í dag Evrópumeistara Barcelona vegna framkomu liðsins í leiknum á móti Porto í Ofurbikar Evrópu í ágúst. Barcelona vann leikinn 2-0 en þarna mættust sigurvegarar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðasta ári. Leikurinn fór fram á Stade Louis vellinum í Mónakó. Fótbolti 7. október 2011 16:00
Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic: Hann spilar í fimm ár í viðbót Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni. Zlatan sem er þrítugur lét hafa það eftir sér á dögunum að hann hefði ekki eins gaman af fótboltanum og áður og að hann vildi hætta á meðan hann væri enn á toppnum. Fótbolti 6. október 2011 19:30
Málfríður: Misstum trúna eftir annað markið "Maður getur ekki sagt annað en að þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Málfríður Erna Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Fótbolti 6. október 2011 19:12
Gunnar: Þær unnu þennan leik verðskuldað "Við ætluðum okkur að komast áfram í þessari keppni og því eru þetta mikil vonbrigði,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir ósigurinn í kvöld. Fótbolti 6. október 2011 19:08
Fabregas ekkert með Barcelona næstu þrjár vikur Cesc Fabregas mun ekki spila með Evrópumeisturum Barcelona næstu þrjár vikur eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu hjá spænska liðinu í gær. Fabregas er því kominn á meiðslalistann sem er nú orðinn nokkur myndarlegur. Fótbolti 2. október 2011 09:00
Messi: Mín markmið eru ekki að setja einhver met Lionel Messi, varð í gær annar markahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi þegar hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri liðsins á BATE Borisov í Meistaradeildinni. Hann deilir nú öðru sætinu með Ladislau Kubala sem skoraði líka 194 mörk fyrir Barca á sínum tíma. Fótbolti 29. september 2011 16:00
Varaforseti FIFA: Carlos Tevez ætti að fara í ævilangt bann Jim Boyce, varaforseti FIFA, sparaði ekki yfirlýsingarnar þegar hann var spurður út í réttmæta refsingu fyrir Argentínumanninn Carlos Tevez sem neitaði að koma inn á í leik Manchester City og Bayern Munchen í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Enski boltinn 29. september 2011 10:15
Chamberlain yngsti Englendingurinn til að skora í Meistaradeildinni Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain setti nýtt enskt met í gær þegar hann kom Arsenal í 1-0 á móti Olympiakos í Meistaradeildinni. Oxlade-Chamberlain, sem kom frá Southampton í sumar, varð þar með yngsti enski leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Fótbolti 29. september 2011 09:45
Villas-Boas sér ekki eftir að hafa sett Kalou inn á Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sér ekki eftir því að hafa sett Salomon Kalou inn á völlinn þegar lítið var eftir af leik liðsins gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 28. september 2011 23:08
Hvað myndu Guðjón Þórðarson og Bjarnólfur Lárusson gera við Tevez? Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Enski boltinn 28. september 2011 22:30
Szczesny: Við áttum skilið að vinna Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, telur að 2-1 sigur liðsins gegn Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í kvöld hafi verið sanngjarn. Fótbolti 28. september 2011 22:05
Lampard: Ég elska að spila fyrir Chelsea Frank Lampard gat leyft sér að brosa eftir leik Chelsea og Valencia í kvöld en hann skoraði mark sinna manna í 1-1 jafntefli á Spáni. Enski boltinn 28. september 2011 21:07
Messi orðinn næstmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi Lionel Messi er nú orðinn næstmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona en hann er búinn að skora tvívegis í leik sinna manna gegn BATE Borisov í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 28. september 2011 20:13
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á einum stað Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. Fótbolti 28. september 2011 18:15
Í beinni: Arsenal - Olympiacos Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Arsenal og Olympiacos í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 28. september 2011 18:00
Í beinni: Bate Borisov - Barcelona Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Bate Borisov og Barcelona í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 28. september 2011 18:00
Barcelona farið að spila leikkerfið 3-1-3-3 Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, virðist vera búinn að finna leið til að koma öllum sókndjöfru heimsklassa leikmönnum sínum fyrir í liði Evrópumeistaranna. Koma Cesc Fabregas í haust skapaði viss vandamál í liðsuppstillingunni sem og uppkoma Thiago á undirbúningstímabilinu en Guardiola fann lausnina með því að breyta um leikkerfi. Fótbolti 28. september 2011 17:30
Heimir Guðjónsson: Hárrétt hjá Ferguson að láta Tevez fara Heimir Guðjónsson þjálfari FH var harðorður í umræðuþætti á Stöð 2 sport þegar hann tjáði sig um Carlos Tevez eftir leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni. Fótbolti 28. september 2011 17:00
Chelsea gerði jafntefli á Spáni en Arsenal vann - öll úrslit kvöldsins Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Fótbolti 28. september 2011 16:07
Tevez fékk lögreglufylgd frá flugvellinum og heim til sín Mirror segir frá því í dag á heimasíðu sinni að Argentínumaðurinn Carlos Tevez hafi fengið lögreglufylgd frá flugvellinum þegar Manchester City liðið lenti í Manchester í gærkvöldi. Enski boltinn 28. september 2011 13:30
Villas-Boas: Lampard verður í mörg ár til viðbótar hjá Chelsea André Villas-Boas, stjóri Chelsea, segist ekki skilja alla dramatíkina í kringum Frank Lampard í enskum fjölmiðlum en flestir enskir fótbolta-blaðamenn hafa verið að velta því fyrir sér hvort dagar enska miðjumannsins séu taldir hjá félaginu. Enski boltinn 28. september 2011 10:45
Hughes og Souness tjá sig um Tevez: Heimþrá eða skömm fótboltans Sky Sports fékk viðbrögð Mark Hughes og Graeme Souness við farsanum á bekk Manchester City í gær þegar Carlos Tevez virtist neita að fara inn á völlinni í 2-0 tapi City á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Enski boltinn 28. september 2011 09:15
Carlos Tevez: Ég neitaði aldrei að spila fyrir Man City Carlos Tevez fær meira en 200 þúsund pund í vikulaun eða 37 milljónir íslenskra króna og fékk því litla samúð þegar fréttir bárust af því í gærkvöldi að hann hafi neitað að fara inn á völlinn í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern Munchen. Enski boltinn 28. september 2011 09:00