Vidic vill sækja gegn Chelsea Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, vill að liðið mæti grimmt til leiks gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrri liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Vidic vill að United sæki í leiknum. Fótbolti 5. apríl 2011 14:00
Verða stjörnurnar með á Bernabeu í kvöld? Real Madrid og Tottenham mætast í kvöld í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrir leikinn eru menn með miklar vangaveltur um hvort aðalstjörnur liðanna verða með í kvöld. Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Gareth Bale hjá Tottenham eru báðir að glíma við tognun aftan í læri og stjórarnir Jose Mourinho og Harry Redknapp taka áhættu með því að nota þá í kvöld. Fótbolti 5. apríl 2011 07:00
Lehmann lögsækir landsliðsmarkvörð Jens Lehmann var allt annað en sáttur með það þegar þýski landsliðsmarkvörðurinn Tim Wiese sagði að hann ætti heima í Prúðuleikurunum og ætti að fara að leita sér aðstoðar hjá geðlækni. Lehmann hefur nú kært Wiese fyrir meinyrði og krefst skaðabóta. Fótbolti 4. apríl 2011 19:45
Smalling: Ég þarf ekki að sanna neitt Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, segist ekki þurfa að sanna nokkurn skapaðan hlut er Man. Utd mætir Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag. Fótbolti 4. apríl 2011 18:15
Ronaldo vill spila þó svo læknarnir vilji það ekki Stjörnurnar í liðum Real Madrid og Tottenham eru að skríða saman fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Við greindum frá því í morgun að Gareth Bale muni hugsanlega spila og nú segist Cristiano Ronaldo hjá Real vera klár í bátana. Fótbolti 4. apríl 2011 14:00
Bale hugsanlega með gegn Real Madrid Vængmaðurinn Gareth Bale mun fljúga með Tottenham til Spánar og bendir flest til þess að hann muni leika með Spurs í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Fótbolti 4. apríl 2011 09:30
Higuain klár en þrír meiddir hjá Real Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain verður aftur orðinn klár í slaginn þegar að Real Madrid mætir Tottenham í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. Fótbolti 2. apríl 2011 14:30
Mourinho: Ronaldo missir af fyrri leiknum við Tottenham Það lítur allt út fyrir það að Cristiano Ronaldo missi af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram á Santiago Bernabéu á þriðjudaginn kemur Fótbolti 1. apríl 2011 13:30
Benzema tæpur fyrir leikinn gegn Tottenham Karim Benzema mun mögulega missa af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vináttulandsleik Frakklands og Króatíu fyrr í vikunni. Fótbolti 31. mars 2011 10:45
Torres vill mæta Barcelona eða Real Madrid í úrslitaleiknum Spánverjinn Fernando Torres vonast eftir því að mæta löndum sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wembley í vor. Chelsea gæti mætt Barcelona eða Real Madrid í úrslitaleiknum en Chelsea-liðið mætir Manchester United í átta liða úrslitunum. Fótbolti 30. mars 2011 18:15
Robin Van Persie: Leikmenn Barcelona eru óþolandi nöldrarar Robin van Persie, leikmaður Arsenal, segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framkomu leikmanna Barcelona í leikjum liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 24. mars 2011 15:30
Rio Ferdinand í sérmeðferð í Þýskalandi - gæti náð Chelsea-leiknum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast eftir því að fá góðar fréttir af varnarmanninum Rio Ferdinand þegar hann kemur til baka úr sérmeðferð frá Þýskalandi. United-menn stefna á það að Rio nái seinni leiknum á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 24. mars 2011 10:15
Ódýrasti miðinn á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kostar 32 þúsund Óhætt er að segja að það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár en hann fer nú fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Fótbolti 24. mars 2011 06:30
Laporta: Real á bak við ásakanir um ólöglega lyfjanotkun Barcelona Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, heldur því fram að forráðamenn Real Madrid hafi verið mennirnir á bak við tilhæfulausar ásakanir á hendur Barcelona um að þar væri stundum ólögleg lyfjanotkun. Real Madrid hefur neitað þessu en Laporto er viss. Fótbolti 23. mars 2011 14:15
Mourinho: Ég þjálfa næst á Englandi Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, ætlar að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni þegar hann hættir með spænska stórliðið. Hann hefur verið á Ítalíu og á Spáni síðan að hann hætti með Chelsea-liðið árið 2007 eftir að hafa lent upp á kant við eigandann Roman Abramovich. Enski boltinn 23. mars 2011 11:30
Tottenham ætlar ekki að láta Real Madrid plata sig Tottenham-menn taka því með miklum fyrirvara að það sé einhver hætta á því að Cristiano Ronaldo missi af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að Ronaldo fór meiddist aftan í læri um síðustu helgi. Fótbolti 22. mars 2011 15:30
Markvarðarþjálfari Man. United var að skoða Neuer um helgina Það bendir margt til þess að Manchester United ætli að reyna að fá þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer til þess að taka við stöðu hollenska markvarðarins Edwin van der Sar þegar hann leggur skóna á hilluna í vor. Enski boltinn 22. mars 2011 14:15
Ronaldo aftur meiddur og tæpur fyrir Tottenham-leikinn Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í 2-1 sigri Real Madrid á nágrönnunum í Atletico Madrid um helgina og portúgalska landsliðsmaðurinn gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Það er því ekki öruggt að Ronaldo verði með Real á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 21. mars 2011 17:30
Van der Vaart: Var að vona að við myndum mæta Real Rafael van der Vaart, núverandi leikmaður Tottenham og fyrrum leikmaður Real Madrid var ánægður með það að mæta sínum gömlu félögum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það var dregið fyrr í dag. Fótbolti 18. mars 2011 17:45
Meistaradeildin: Man. Utd mætir Chelsea og Spurs fékk Real Madrid Nú rétt áðan var dregið í átta liða sem og undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í Nyon í Sviss og var mikil spenna í loftinu. Það er óhætt að segja að það séu rosalegir slagir fram undan í keppninni. Fótbolti 18. mars 2011 11:19
Mourinho: Titlarnir munu koma Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var afslappaður á blaðamannafundi eftir 3-0 sigur Real Madrid á Lyon í Meistaradeildinni í kvöld. Portúgalski þjálfarinn vildi ekki gera alltof mikið úr því að Real tækist loksins að komast í átta liða úrslitin í keppninni eftir sjö ára fjarveru. Fótbolti 16. mars 2011 23:45
Mætast Real Madrid og Barcelona fjórum sinnum á fjórtán dögum? Real Madrid og Barcelona verða bæði í pottinum þegar það verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn. Þar verða einnig Chelsea, Inter Milan, Manchester United, Schalke, Shakhtar Donetsk og Tottenham. Fótbolti 16. mars 2011 22:48
Ancelotti: Allir sóknarmennirnir mínir eru frábærir Chelsea komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli á heimavelli á móti danska liðinu FC Kaupamannahöfn í kvöld. Chelsea fékk fjölda færa en það gekk ekkert upp fyrir framan markið. Fótbolti 16. mars 2011 22:07
Chelsea komið áfram eftir markalaust jafntefli við FCK Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Fótbolti 16. mars 2011 19:15
Real Mardid létti af Lyon-álögunum og komst loksins áfram Real Madrid vann loksins sigur á franska liðinu Lyon og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sjö ár með því að vinna Lyon 3-0 í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum á Santiago Bernabeu í kvöld. Fótbolti 16. mars 2011 19:00
Ég er í besta liði heims segir Javier Hernandez Javier Hernandez var í sviðsljósinu í gær þegar hann skoraði bæði mörk Manchester United í 2-1 sigri liðsins gegn Marseille í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Landsliðsframherjinn frá Mexíkó sem gengur undir nafninu "litla baunin“ eða Chicharito í heimalandinu segir að Man Utd þurfi ekki að óttast Barcelona eða önnur lið þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudag. Fótbolti 16. mars 2011 13:00
Carlo Ancelotti íhugar að hvíla Fernando Torres gegn FCK Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla spænska framherjann Fernando Torres í leiknum í kvöld gegn danska liðinu FCK í Meistaradeild Evrópu. Torres hefur enn ekki skorað mark fyrir Chelsea frá því hann var keyptur fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool eða rúmlega 9 milljarða kr. Fótbolti 16. mars 2011 10:30
Abidal hjá Barcelona með lifrarkrabbamein Eric Abidal, varnarmaður Barcelona, hefur greinst með lifrarkrabbamein og fer í aðgerð á föstudaginn. Það er ekki vitað hversu lengi þessi franski landsliðsmaður verður frá keppni eða hvort að hann snúi yfir höfuð aftur í boltann. Fótbolti 15. mars 2011 22:33
Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. Fótbolti 15. mars 2011 22:23
Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. Fótbolti 15. mars 2011 22:14