Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Feyenoord rak eftir­mann Arne Slot

    Feyenoord er aftur í þjálfaraleit alveg eins og síðasta sumar þegar liðið sá á eftir Arne Slot til Liverpool. Eftirmaður Slot entist bara í rúma sjö mánuði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu

    Manchester City tókst að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeildinni með sigri gegn Club Brugge í kvöld. Liðsins bíður þó annað erfitt verkefni því í umspilinu mun það mæta annað hvort Real Madrid eða Bayern Munchen.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liver­pool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu

    Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allt sem þú þarft að vita fyrir loka­um­ferð Meistara­deildarinnar í kvöld

    Loka­um­ferð deildar­keppni Meistara­deildar Evrópu verður leikin í kvöld. Átján leikir eru á dag­skrá og fylgst verður með gangi mála í öllum þeirra í Meistara­deildar­messunni í um­sjón Guð­mundar Bene­dikts­sonar á Stöð 2 Sport 2. Spennan er mikil fyrir þessa síðustu um­ferð, ógjörningur að segja hvaða lið komast á næsta stig keppninnar, stór nöfn gætu setið eftir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Feyenoord pakkaði Bayern saman

    Feyenoord vann nokkuð óvæntan 3-0 sigur á Bayern München í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Real Madríd fimm gegn Salzburg og Mílanó-liðin unnu 1-0 sigra.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Brest mátti þola tap í Þýska­landi

    Fyrstu tveir leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Báðir þeirra fóru fram í Þýskalandi. Í Gelsenkirchen unnu „heimamenn“ í Shakhtar góðan sigur á Brest sem hefur verið spútniklið keppninnar til þessa. Þá vann RB Leipzig góðan 2-1 sigur á Sporting frá Lissabon.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Man City glutraði niður tveggja marka for­ystu

    Manchester City komst 2-0 yfir gegn París Saint-Germain í París í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Heimamenn sneru hins vegar bökum saman, skoruðu fjögur mörk og eru í ágætis málum á meðan Man City gæti fallið úr leik áður en komið er í útsláttarkeppnina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Magnaður endur­komu­sigur Atlético Madríd

    Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ótrú­leg endur­koma Börsunga

    Eftir að vera 3-1 og 4-2 undir á útivelli gegn Benfica tókst Barcelona á undraverðan hátt að kreista út sigur í blálokin. Lokatölur á Estádio da Luzí Lissabon 4-5.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tor­sóttur sigur topp­liðsins

    Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom að marki Lille sem sótti Liverpool, eitt besta lið Evrópu um þessar mundir, heim á Anfield í Meistaradeild Evrópu. Fór það svo að heimaliðið vann torsóttan 2-1 sigur þó gestirnir væru manni færri í rúman hálftíma.

    Fótbolti