Reina varar landa sinn við aukaspyrnum Ronaldo Pepe Reina, markvörður Liverpool, hefur varað landa sinn Victor Valdes í marki Barcelona við aukaspyrnum Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Fótbolti 21. maí 2009 14:45
Ferdinand: Kemur ekki til greina að missa af úrslitaleiknum Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, segir útilokað í sínum huga að missa af úrslitaleiknum í meistaradeildinni í næstu viku. Fótbolti 21. maí 2009 11:32
O´Shea verður í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að írski varnarmaðurinn John O´Shea verði í byrjunarliði United þegar það mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar í næstu viku. Fótbolti 20. maí 2009 16:23
Wenger: United mun leggja áherslu á að verjast Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist eiga von á að sjá Manchester United beita svipaðri leikaðferð gegn Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar og liðið beitti í 0-0 jafnteflinu við Arsenal á Emirates á dögunum. Fótbolti 20. maí 2009 15:15
Ferdinand verður að ná leiknum við Hull Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United segir að Rio Ferdinand komi tæplega til greina í byrjunarliðið í úrslitaleik meistaradeildarinnar í næstu viku ef hann nær sér ekki heilum fyrir deildarleikinn gegn Hull um helgina. Fótbolti 20. maí 2009 14:01
Messi skilur ekkert í Manchester United Argentínumaðurinn Lionel Messi segir það mikil mistök hjá Manchester United að láta landa sinn Carlos Tevez fara frá liðinu en allt bendir til þess að Tevez spili ekki á Old Trafford á næsta tímabili. Fótbolti 20. maí 2009 13:00
Rómverjar vara stuðningsmenn Manchester United við Það er óttast að um tíu þúsund miðalausir stuðningsmenn Manchester United munu ferðast til Rómar vegna úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku og eru heimamenn farnir að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til þess að koma í veg fyrir ólæti og slagsmál í borginni. Fótbolti 20. maí 2009 12:30
Platini hrósar leikstíl Barcelona-liðsins Michel Platini, forseti UEFA, hefur komið fram og hrósað Barcelona-liðinu fyrir leikstíl sinn en liðið mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir eina viku. Fótbolti 20. maí 2009 09:30
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og Júróvisjón á sama tíma að ári Laugardagurinn 22.maí 2010 verður svo sannarlega viðburðarríkur því þá fá Evrópubúar bæði að vita hvaða þjóð á besta lagið í Júróvisjón og hvaða þjóð á besta fótboltafélag álfunnar. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og úrslitakvöld Júróvisjón fara nefnilega bæði fram þetta laugardagskvöld. Fótbolti 19. maí 2009 12:45
Johan Cruyff: Barcelona er búið að ná markmiðum tímabilsins Ein helsta hetja hollensku knattspyrnusögunnar og fyrrum leikmaður og þjálfari Barcelona, Johann Cruyff, segir árangur Barcelona á tímabilinu sé frábær hvernig sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fari í næstu viku. Fótbolti 19. maí 2009 10:45
United spilar úrslitaleikinn í hvítu Leikmenn Manchester United munu klæðast hvítu útivallarbúningunum sínum í úrslitaleiknum gegn Barcelona í Róm þann 27. maí nk. Barcelona telst vera heimaliðið í úrslitaleiknum og klæðist því hinum alþekkta heimabúning sínum. Fótbolti 18. maí 2009 14:16
Fletcher fær ekki að spila úrslitaleikinn Miðjumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United fær ekki að spila úrslitaleikinn í meistaradeildinni í lok mánaðar. Þetta var staðfest í dag eftir að áfrýjun United á rauða spjaldið hans í undanúrslitunum var hafnað. Fótbolti 11. maí 2009 16:00
Iniesta ætlar að ná úrslitaleiknum Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona segist ekki ætla að láta meiðsli á læri aftra sér frá því að spila úrslitaleikinn í meistaradeild evrópu í lok mánaðarins. Fótbolti 11. maí 2009 14:23
Iniesta tæpur fyrir úrslitaleikinn Óvíst er hvort spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona muni geta spilað úrslitaleik meistaradeildarinnar þann 27. maí eftir að hann meiddist í 3-3 jafntefli Barcelona og Villarreal um helgina. Fótbolti 11. maí 2009 09:54
Líklegt að UEFA muni refsa Drogba Líklegt er að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni refsa Didier Drogba fyrir hegðun hans eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Enski boltinn 10. maí 2009 13:13
Guardiola vill að Fletcher spili í úrslitaleiknum Pep Guardiola vill að Darren Fletcher fái að spila með Manchester United gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðar í mánuðinum. Guardiola er stjóri Barcelona. Fótbolti 10. maí 2009 08:00
Röflið í Drogba orðið að rapplagi - myndband Didier Drogba, leikmaður Chelsea, hefur heldur betur komist í fréttirnar vegna framkomu hans eftir leik liðsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni. Fótbolti 9. maí 2009 12:30
Kvartað undan Drogba Eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Barcelona hefur staðfest að fjallað sé um hegðun Didier Drogba í skýrslu hans um leikinn. Fótbolti 9. maí 2009 12:15
Óvissa með þáttöku Henry í úrslitaleiknum Barcelona greindi frá því í dag að afar tvísýnt væri með þáttöku Frakkans Thierry Henry í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok mánaðarins. Fótbolti 8. maí 2009 20:38
Kaka: Þetta er rétti úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni Barsilíumaðurinn Kaka hjá ítalska liðinu AC Milan er á því að bæði Manchester United og Barcelona eigi fyllilega skilið að vera komin alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fótbolti 8. maí 2009 14:15
Niðurstaða í næstu viku Í næstu viku kemur í ljós hvort að Didier Drogba verður refsað fyrir framkomu sína eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Fótbolti 8. maí 2009 12:15
UEFA skammar Chelsea David Taylor, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Evrópu, segir framkomu leikmanna Chelsea eftir leikinn gegn Barcelona í fyrrakvöld þeim til skammar. Fótbolti 8. maí 2009 10:04
Drobga biðst afsökunar á hegðun sinni Chelsea-maðurinn Didier Drogba hefur sent frá sér formlega afsökunarbeiðni vegna hegðun sinnar eftir seinni undanúrslitaleik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 7. maí 2009 18:51
Samsæriskenningarnar eru kjaftæði "Þetta er kjaftæði og þú mátt hafa það eftir mér," sagði framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu í samtali við breska blaðið Guardian þegar hann var spurður út í samsæriskenningar sem vaknað hafa eftir leik Chelsea og Barcelona í gær. Fótbolti 7. maí 2009 18:15
Mótmæli Ballack að hætti Benny Hill (myndband) Michael Ballack hjá Chelsea sýndi gríðarlega leikræna tilburði til að mótmæla ákvörðunum dómarans í gærkvöld þegar lið hans féll úr leik fyrir Barcelona í meistaradeildinni. Fótbolti 7. maí 2009 17:04
Guardiola: Terry er heiðursmaður Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hrósaði John Terry fyrirliða Chelsea eftir leik liðanna í meistaradeildinni í gær. Fótbolti 7. maí 2009 16:15
Bosingwa dregur ummæli sín til baka Bakvörðurinn Jose Bosingwa hjá Chelsea sér eftir því að hafa kallað norska dómarann Tom Henning Ovebro þjóf eftir tap liðsins gegn Barcelona í meistaradeidlinni í gær. Fótbolti 7. maí 2009 15:45
Drogba hélt áfram að hella sér yfir dómarann Didier Drogba, leikmaður Chelsea, á ekki von á góðu frá aganefnd Uefa eftir framkomu sína eftir leik liðsins gegn Barcelona í meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 7. maí 2009 13:48
United áfrýjar rauða spjaldinu Manchester United hefur nú formlega áfrýjað rauða spjaldinu sem Darren Fletcher fékk að líta í meistaradeildarleiknum gegn Arsenal í vikunni. Fótbolti 7. maí 2009 13:31
Eiður vildi ekki fagna Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við enska fjölmiðla í gærkvöldi að hann vildi ekki fagna með félögum sínum í Barcelona eftir leikinn við Chelsea. Fótbolti 7. maí 2009 11:23