
„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“
Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi.