
Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó meðal þeirra sem keppa í bandaríska Eurovision
Bandaríska útgáfan af Eurovision fer af stað í dag og mun standa yfir í átta vikur undir nafninu Ameríska söngvakeppnin. Þar munu keppendur flytja frumsamin lög sem keppa um atkvæði þjóðarinnar og eru margar stjörnur búnar að taka að sér hlutverk flytjanda.