„Ágengi manna á jörðina og byltingar kvenna gegn feðraveldinu“ Í dag gefur tónlistarkonan Sóley út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni Mother Melancholia, sem kemur út 22. október. Samhliða útgáfu lagsins frumsýnum við hér tónlistarmyndband sem bandaríska listakonan Samantha Shay leikstýrir. Tónlist 1. október 2021 09:01
Þau fara á blint stefnumót í kvöld í þættinum Fyrsta blikið Áhorfendur Stöðvar 2 geta búið sig undir mikla einlægni og opinberun í stefnumótaþættinum Fyrsta blikinu í kvöld. Makamál 1. október 2021 08:01
Sápuóperustjarnan Michael Tylo er látinn Bandaríski leikarinn Michael Tylo, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja meðal annars úr sápuóperunum Leiðarljósi (e. Guiding Light) og Glæstum vonum (e. The Bold and the Beautiful), er látinn, 72 ára að aldri. Lífið 1. október 2021 08:01
Scarlett Johansson og Disney ná sáttum Afþreyingarrisinn Disney og bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hafa náð sáttum í deilu sem sneri að dreifingu á Marvel-ofurhetjumyndinni Svörtu ekkjunni (e. Black Widow). Lífið 1. október 2021 07:34
Stærsta gjöf sem Reykjavíkurborg hefur þegið Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu. Innlent 30. september 2021 22:31
Leitar að stjúppabba fyrir framan alþjóð Í síðasta þætti Fyrsta bliksins ákvað þáttarstjórnandinn Ása Ninna að koma móður sinni á blint stefnumót, og það í sjónvarpinu. Makamál 30. september 2021 20:57
Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. Lífið 30. september 2021 19:42
Konur fljótari að taka við sér Apollo Art er sölusvæði á netinu fyrir listaverk sem hefur nú verið starfrækt í eitt ár. Móttökurnar hafa gengið vonum framar samkvæmt Ellerti Lárussyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Lífið 30. september 2021 19:01
Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu. Innlent 30. september 2021 17:16
Hefja tökur í geimnum í næstu viku Þriðjudaginn í næstu viku (5. október) veður geimfara, leikkonu og leikstjóra skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þau munu svo koma sér fyrir í alþjóðlegu geimstöðinni og taka upp kvikmynd. Þá fyrstu sem tekin verður upp í geimnum. Erlent 30. september 2021 13:29
Yrsa tilnefnd til bókmenntaverðlauna á Bretlandi Bókin Gatið eftir rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur hefur veri ð tilnefnd til Petrona verðlaunanna í Bretlandi, sem veitt eru bestu norrænu glæpasögunni. Yrsa hefur hlotið verðlaunin áður, árið 2015 fyrir Rakið og var tilnefnd til verðlaunanna fyrir Aflausn í fyrra. Menning 30. september 2021 11:13
Björk getur loksins haldið tónleikana sína í Reykjavík „Það gleður okkur að staðfesta að tónleikaserían Björk Orekstral - Live From Reykjavík getur loksins farið fram í Eldborgarsal Hörpu á dögunum 11., 24., 31. október og 15. nóvember,“ segir í nýrri tilkynningu frá Senu. Tónlist 30. september 2021 10:40
RIFF 2021 hefst í dag RIFF 2021 hefst í dag, 30. september, Í átjánda sinn fer RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, af stað. Bíó og sjónvarp 30. september 2021 09:00
Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. Lífið 30. september 2021 06:01
Debbie Harry var lengi á leiðinni til Íslands Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry segir lengi hafa staðið til að koma til Íslands og langar að halda tónleika hér á næsta ári. Í þetta skipti er hún hins vegar komin vegna sýningar stuttmyndar um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Blondie til Kúbu á RIFF kvikmyndahátíðinni. Innlent 29. september 2021 20:30
Hafið það nógu vel kæst Hel Freðinn hrynjandi og rammar rímur á kjarnyrtri og góðri frónlensku. Hljómar sem hylli en heimamenn geta glaðst. Albumm 29. september 2021 16:00
Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. Bíó og sjónvarp 29. september 2021 16:00
Fjölbreytileiki, fjölástir og loðboltar í sjónvarpsþáttunum Afbrigði „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að fitta inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir í viðtali við Vísi. Lífið 29. september 2021 11:32
Stjörnurnar flykktust á langþráða Bond frumsýningu Bond kvimyndin No Time To Die var frumsýnd í Royal Albert Hall í London í gær. Upprunalega átti að frumsýna myndina fyrir ári síðan en ákveðið var að fresta því vegna heimsfaraldursins. Lífið 29. september 2021 09:26
Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ Bíó og sjónvarp 28. september 2021 18:00
„Förum nú ekki að eyðileggja jólin fyrir fólki“ „Þetta er lag um okkur öll. Við viljum stundum gera svolítið vel við okkur — af því að við eigum það bara skilið,“ segir Bragi Valdimar í samtali við Vísi um nýtt lag sveitarinnar. Tónlist 28. september 2021 15:30
Dreymir um að gera eigin ferðaþætti eins og fyrirmyndin David Attenborough Miss Universe Iceland 2021 fer fram í Gamla bíó 29. september. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe keppninni í Ísrael. Lífið 28. september 2021 12:30
R&B-stjarnan Andrea Martin er látin Bandaríski lagasmiðurinn, söngkonan og tónlistarframleiðandinn Andrea Martin er látin, 49 ára að aldri. Greint var frá fráfalli Martin á Instagram-síðu söngkonunnar. Lífið 28. september 2021 12:28
„Maður þurfti að hugsa mikið á hlaupum sem kitlar mig alltaf á réttu stöðunum“ Borgarleikhúsið kynnti á dögunum herferð fyrir leikárið 2021-2022 með ljósmyndum af leikurunum sínum. Myndirnar eru allar einstakar og prýða nýju leikskránna, stóran vegg í Borgarleikhúsinu og annað kynningarefni. Lífið 28. september 2021 11:26
Íslandsheimsókn Will Smith í sýnishorni fyrir nýja þætti Í fyrstu stiklunni fyrir þættina Welcome to Earth má sjá brot af ferðalagi leikarans Will Smith á Íslandi. Um er að ræða National Geographic ferðaþætti sem sýndir verða á Disney+ streymisveitunni í desember. Bíó og sjónvarp 28. september 2021 09:30
R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. Erlent 27. september 2021 19:49
Ný kynslóð íslenskra leikstjóra á RIFF 2021 Riff – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer nú fram í átjánda sinn frá 30. september til 10. október. Bíó og sjónvarp 27. september 2021 17:00
Fann bassastefið í draumi Fríða Dís sendi á dögunum frá sér lagið The Key to My Future Heart en lagið verður að finna á væntanlegri breiðskífu hennar sem er í smíðum. Í laginu kveður við nýjan tón en aðstæðurnar sem lagið var samið við voru heldur óvenjulegar. Albumm 27. september 2021 14:30
Stöðva þurfti sýningu Níu lífa í 25 mínútur vegna bilunar Gera þurfti 25 mínútna hlé á sýningu Níu lífa vegna bilunar hringsviðsins í Borgarleikhúsinu. Tæknimenn hússins brugðust skjótt og fagmannlega við bilun og björguðu málunum. Tjón var ekki tilfinnanlegt. Innlent 27. september 2021 12:00
Bílabíó snýr aftur á RIFF Bílaplan Samskipa breytist í risastórt bílabíó þann 1. – 3. október. Boðið verður upp á söngvasýningu, sítt að aftan og íslenskan sunnudag. Bíó og sjónvarp 27. september 2021 10:43