
Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin
„Ég er nokkuð viss um að ef við værum gagnkynhneigt par hefði þessi maður ekki haft svona mikinn áhuga á okkur,“ segir ljósmyndarinn Sigríður Hermannsdóttir. Hún var að ljúka við nám í Ljósmyndaskólanum og hefur útskrifarverk hennar „Can I be next?“ vakið athygli. Verkið byggir á upplifun Sigríðar sem hinsegin manneskja í sundi en hún og kærasta hennar hafa þar orðið fyrir áreiti og aðkasti.