

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.
Vefmiðillinn Newsweek tók saman lista yfir 50 bestu sakamála þætti allra tíma og eru nokkrar þáttaraðir sem finna má á Stöð 2+ þar á meðal.
Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára.
Tveimur milljónum króna verður varið í forkönnun á vaxtarmöguleikum skapandi greina í Gíneu-Bissá.
Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig.
Um tvö hundruð einstaklingar æfa súludans hér á landi. Bæði konur og karlar æfa súludans á Íslandi og hér eru þrjú stúdíó.
Hipphopp-tvíeykið JóiPé og Króli hafa ákveðið að leggja land undir fót og halda ásamt hljómsveit í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið.
Evrópusambandið hyggst skerða hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum eftir að Bretland gekk úr sambandinu. Bretland er stærsti framleiðandi sjónvarpsefnis í Evrópu með mikil yfirráð á þeim markaði.
Um 40 prósent allra erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands gera það eftir að hafa séð afþreyingarefni sem framleitt er á Íslandi.
Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther.
Stórleikarinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr mun fara með hlutverk Skugga-Sveins í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á samnefndu leikriti. Stefnt er að því að frumsýna leikritið um miðjan janúar á næsta ári.
Arnar Orri Bjarnason, einn þeirra sem stóð að leikmyndinni í nýju Netflix-þáttunum Kötlu, segir að þeirra aðkoma að hönnun leikmyndar hafi ekki verið minnst á í kreditlista fyrir þættina. Og hann sjálfur rangtitlaður.
Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum.
Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu.
Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends.
Baltasar Kormákur segir gagnrýni leikhúsgagnrýnandans Jóns Viðars Jónssonar um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars, á lausum grunni byggða. Hún stingi sérstaklega í stúf þar sem Jón hafi óskað eftir því að fá að taka þátt í handritsgerð fyrir þættina.
Íslenska sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir fær ekki að halda áfram keppni í BBC Cardiff Singer of the World en hún hefur verið skikkuð í sóttkví eftir að einstaklingur í flugvélinni hennar á leið frá Íslandi til Bretlands greindist smitaður af veirunni.
Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda.
Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi heldur hvergi aftur af sér frekar en fyrri daginn í dómi sínum um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars Kormáks Samper.
Enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay hefur gefið út Dog days, fyrsta lagið og myndband af samnefndri plötu sem kemur út í heild sinni í sumar. Youtube stjarnan Sorelle Amore leikur á móti sjálfum Tom í „kraftmiklu og fagurfræðilegu“ myndbandinu.
Gunnar Kr. Gunnarsson, 83 ára Seltirningur, seldi ástsæla tónlistarmanninum Bubba húsið sitt á dögunum. Eitt af þeim skilyrðum sem Gunnar setti við söluna var að hann fengi miða á alla tónleika Bubba það sem eftir er ævinnar.
Tónlistar- og leikkonan Silja Rós gefur í dag út lagið Success. Lagið er töluvert dekkra en seinustu lög söngkonunnar og einkennist af flæðandi takti og tilfinningaríkri rödd Silju sem drífur lagið áfram.
Tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir hlaut titilinn Bæjarlistamaður Akraness árið 2021 en tilkynnt var um niðurstöðu menningar- og safnanefndar á hátíðardagskrá Akraneskaupstaðar af tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga í gær.
„Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix.
Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB.
Í dag kom út nýtt lag og myndband frá Króla og Rakel Björk. Um er að ræða kraftmikinn sumarsmell um ástina, lífið og mikilvægi þess að smella saman.
Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með.
Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi.
Listrænir stjórnendur uppsetningar Borgarleikhússins á leiksýningu um Emil í Kattholti hafa nú hitt öll þau tólfhundruð börn sem sóttust eftir því að leika Emil eða litlu systur hans Ídu í uppsetningunni og tekið ákvörðun um hver hreppa hlutverkin.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag 17. júní, Ólöfu Nordal myndlistarkonu, Borgarlistamann Reykjavíkur 2021 við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.
Í dag gefur hljómsveitin LÓN út sitt fyrsta tónlistarmyndband. Lagið kom út í gær og nefnist My Father og er af væntanlegri plötu sveitarinnar.