

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fer ekki út úr húsi eftir greininguna
„Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri.

Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“
Ari Eldjárn, grínisti með meiru, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru í Eddu í dag, á degi íslenskrar tungu. Þegar hann tók við verðlaununum sagðist hann hafa upplifað svokallað loddaraheilkenni.

Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld
Skipuleggjandi tónleika sem fara áttu fram á Hvalasafninu í gær en var frestað segir málið hið leiðinlegasta og harmar atvikið. Allt kapp sé lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld.

„Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“
Ragnheiður Lárusdóttir hefur undanfarin tíu ár horft upp á dóttur sína hverfa inn í heim fíkniefna og sér ekki fyrir endann á baráttunni, þvert á móti. Hún kýs að tala opinskátt um vandann og sækir huggun í þá staðreynd að önnur börn hennar hafa spjarað sig vel í lífinu. Hún sé ekki verri uppalandi en það. Í nýrri ljóðabók fjallar hún um óttann, örvæntinguna og sorgina en einnig vonina og ástina sem aldrei deyr.

„Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“
„Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Inni í öllum sársauka er fegurð, það er staðreynd. Ég hef upplifað það frá mjög ungum aldri. Maður verður að nýta öll tólin til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig,“ segir tónlistarkonan og íslenska stórstjarnan Bríet. Blaðamaður ræddi við hana um farsælan feril, tilveruna, hæðir og lægðir og margt fleira.

Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu
Tónleikum raftónlistartvíeykisins Joy Anonymous sem áttu að fara fram í Hvalasafninu í kvöld hefur verið aflýst vegna þess sem aðstandendur þeirra lýsa sem óvæntra aðstæðna.

Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum
Sigríður Jóna Kristjándóttir og Einar Hákonarson bætast á lista heiðurslistamanna samkvæmt breytingartillögu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk
Dæmi er um að innan við hundrað manns mæti á frumsýningar íslenskra kvikmynda. Um er að ræða myndir sem hlotið hafa á annað hundrað milljónir í styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands sem rekinn er fyrir opinbert fé. Jón Gnarr hefur velt því upp hvort ekki sé tilefni til að styrkja frekar sjónvarpsþáttagerð hér á landi. Ritstjóri Klapptrés segir aðsókn á íslenskar kvikmyndir heilt yfir góða, veruleikinn sé sá að flestir sjái myndir annars staðar en í bíó.

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum
Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.

HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977
Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 eru komnir í loftið en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir í HAM stíga fyrstir á stokk í tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart
Skáldsaga Margrétar S. Höskuldsdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Jana Hjörvar hefur þetta að segja um bók Margrétar.

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona
Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn
Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum.

Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld
Níu höfundar lesa upp úr bókum sínum á Bókakonfekti Forlagsins í kvöld sem fram fer í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39. Hægt er að fylgjast með upplestrinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Samherji lagði listamanninn Odee
Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja.

Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni
Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar.

Emilíana Torrini einhleyp
Söngkonan ástsæla Emilíana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain eru að skilja eftir fimm ára hjónaband. Emilíana hefur í mörg ár verið ein allra vinsælasta söngkona þjóðarinnar.

Laumu risinn í landsframleiðslunni
Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu.

„Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“
„Það mikilvægasta af öllu eru að við erum teymi. Við stöndum þétt saman út á við á sama tíma og við leyfum okkur að vera eins og við viljum heima fyrir og inn á við. Við erum alltaf til staðar fyrir hvort annað allt, sama hvað á dynur,“segir Kristín Eva Geirsdóttir lögmaður um samband hennar og eiginmannsins, Sverris Bergmanns Magnússonar, tónlistarmanns og bæjarstjórnarfulltrúa í Reykjanesbæ.

Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars
Stórstjarnan Taron Egerton er sagður muna leika á móti óskarsverðlaunahafanum Charlize Theron í nýrri stórmynd sem að Baltasar Kormákur mun leikstýra.

Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu
Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 fara í loftið á morgun en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki
Lestrarklefinn tekur nýútkomnar bækur til umfjöllunar og er nýjasta bók rithöfundarins Dags Hjartarsonar þar á meðal. Sjöfn Asare fjallar hér um bókina.

Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs
Fagfólk í kvikmyndagerð skorar á Alþingi að bregðast við slæmri stöðu Kvikmyndasjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að sjóðurinn hafi verið skorinn mikið niður á undanförnum árum.

Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni
Evrópska kvikmyndaakademían opinberaði í dag átta af sigurvegurum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2024. Á meðal þeirra er Evalotte Oosterop en hún hlýtur Evrópsku kvikmyndaverðlaun 2024 fyrir förðun og hár, vegna vinnu sinnar við kvikmyndina Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson.

Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn
Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna.

Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu
Bandaríski leikarinn Armie Hammer, sem lét sig hverfa fyrir þremur árum eftir ásakanir um nauðgun og mannátsóra, er snúinn aftur í sviðsljósið. Hammer greindi frá því í nýju hlaðvarpi sínu að hann hefði fengið ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá móður sinni.

Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum
Sophie Grégoire Trudeau fjölmiðlakona og fyrrverandi forsetafrú Kanada segir það skaðlegt andlegri heilsu að gefa afslátt af sínu sanna sjálfi til að geðjast öðrum. Hún sé stolt af sér fyrir að hafa aldrei þóst vera önnur er hún er og því hafi hún lagað hlutverk forsetafrúar að sér, en ekki öfugt.

Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones
Stikla fyrir fjórðu kvikmyndina um Bridget Jones var að birtast á YouTube.

Allt fyrir listina
Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember.

Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus
Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk.