Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land

Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður.

Erlent
Fréttamynd

Sólveig hlaut Blóðdropann fyrir „Fjötra“

Hið íslenska glæpafélag veitti Sólveigu Pálsdóttur Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasögu ársins, fyrir bók hennar „Fjötra“ í dag. Tuttugu bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í ár og hafa þær aldrei verið fleiri.

Menning
Fréttamynd

Ein Poin­ters-systra látin

Bandaríska söngkonan Bonnie Pointer er látin, 69 ára að aldri. Pointer og systur hennar gerðu garðinn frægan með sveitinni Pointer Sisters.

Lífið
Fréttamynd

Syngja saman á sautján einbreiðum brúm

Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds.

Innlent
Fréttamynd

Sýna verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar

Í kvöld fer fram einstakur Social dist-dancing viðburður í Gamla bíó og er aðgangur ókeypis. Sýnd verða þrjú stutt verk sem voru samin á tímum Covid og samskiptafjarlægðar. Öll verkin eru samstarf dansara úr Íslenska dansflokknum og hljóðfæraleikara úr Sinfoníuhljómsveit Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Um hljóm­plötur og stemningu

Að móta stemningu með tónlist er heimsþekkt aðferð sem stuðst er við í ýmsum útgáfum. Það er sama hvort um sé að ræða partý, listsýningar, íþróttaiðkun, búðarferðir eða svo margt annað þá sækist fólk í að stýra upplifun með tónlist.

Skoðun